Leita í fréttum mbl.is

Sumardagurinn fyrsti

Það var sannkallaður sumardagur á spáni einnig.  Byrjaði daginn á pútti og vippi á El Chaparal að vana því grínin á La Cala eru léleg. Var frá 9-13 fór svo 9 á evrópu og 9 á ameríku.

Spilamennskan var ekkert sérstök fyrri partinn þar sem 6 pör litu dagsins ljós, 2 skollar og 1 tvöfaldur skolli. Byrjaði hins vegar seinni 9 með krafti. Fékk örn á 1. og var kominn á tvo yfir. Fékk svo skolla en paraði næstu 4. Fugl á 16. og par á 17.

Ég var því á 2 yfir pari þegar ein par 5 hola var eftir. Ég stóð á teignum og hugsaði, set örn hérna þá næ ég loksins að fara hring á pari vallar. Tek tré þristinn og smelli kúlunni aðeins út fyrir brautina en í lagi. Á þvínæst 190 metra eftir í smá röffi og tek upp járn þristinn. Flengi kúlunni yfir vatnið,bönkerana og tréin og smyr hana 3 metrum frá pinna.    Vó....

Staðan var því orðin þannig að ég átti þriggja metra pútt fyrir erni á síðustu holunni til að leika á pari vallar. Smá pressa. Þar sem ég var að spila einn enn einu sinni þá hringdi ég í Maríu og útskýrði fyrir henni hvað var í gangi, svona til að hafa einhvern áheyranda og til að auka á spennuna. Lagði símann á jörðina með Maríu enn á línunni og mundaði pútterinn. Smellti kúlunni 2 cm hægra megin við holuna og ekki sáttur. Ce la vie

Lauk sem sagt hringnum á +1 með 1 örn, 2 fugla, 11 pör, 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla. 28 pútt með eitt chipp in. 11 högg á braut (ásinn er ekki heitur sem stendur) og 10 hitt grín.

Hitti tvær íslenskar konur sem voru að spila á La Cala í dag. Gaman að því. Auðvitað þekkti ein þeirra mömmu (týpískt) þar sem hún var í sveit fyrir norðan. Magdalena Sirrý biður kærlega að heilsa þér mamma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ert þú líka að lenda í þessu með mömmu hehehe hver þekkir ekki mömmu, nýjasta hjá mér er tengdamóðir mín, jú jú hún þekkir mömmu, auðvitað. hahaha við eigum fræga mömmu.  Svo með pabba hvað er þetta með kallinn hann eldist svo vel að það hálfa væri nóg. Ég þurfti að ná í auglýsingu hjá Rarik á miðvikudaginn og vinnufélagi minn kom með, og auðvitað heilsuðum við upp á pabba í vinnunni.

þegar við komum út sagði Erling.... svakalega lítur pabbi þinn vel út hann gæti bara verið eldri bróðir þinn.... ég hugsaði aðeins og lamdi hann svo í öxlina.....ertu þá að meina að ég sé svona elli leg asninn þinn. nei í alvörunni þá fæ ég alltaf að heyra það hvar sem ég sést með pabba þá segir fólk við mig vá hvað pabbi þinn er unglegur og lítur vel út,  ( pabbi bannað að monta sig af þessu.)  Og Siggi mannstu þegar þú vildir helst ekki labba við hliðna á mér niður Laugarveinn, vegna þess að þú varst svo hræddur um að allir héldu að við værum par heheh hvernig heldurðu að mér líðin núna þegar ég  er að rölta með pabba í kringlunni hahahahahah.

jæja jæja ætla að klára föstudag 2 svo ég komist í tæka tíð að horfa á  Grindavík - Íbv í kvöld,  áfram Íbv

 Kv Kata gamla

Kata (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ég er enn sömu skoðunar.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.4.2008 kl. 18:07

3 identicon

hahahahahaha þú drepur mig hehehehehehehe

kata (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband