22.4.2008 | 14:50
Puttar
Er með rokkna svöðulsár á puttum beggja handa sem orsakar það að ég get ekkert slegið. Fór því að pútta í morgun og var þar dágóða stund.
Reyndar fórum við fjölskyldan fyrst uppá range í morgun til að tékka á hvort ég gæti sveiflað og tókum vídeó af sveiflunum í leiðinni. Frábært að geta séð sjálfan sig og sína sveiflu án þess að borga morðfjár fyrir það. Ég skellti þessu inn í forrit sem ég á sem heitir V1 Home 2.0 og get greint sveiflurnar fram og til baka og teiknað inná myndina til að rannsaka þetta nánar. Ég set mína sveiflu upp og við hliðiná set ég t.d. Tiger eða Adam Scott og ber sveiflurnar saman til að sjá hvar ég stend.
niðurstöður: ég byrja of snemma að taka vinstri hönd inn fyrir búkinn í aftursveiflu (í staðinn fyrir að færa hendurnar beint aftur og bíða aðeins lengur) og fer því á of mikinn baseball feril. Það orsakar að í upphaf niðursveiflu á ég það enn til að færa hendurnar út sem aftur orsakar það að í framsveiflu fara hendurnar allt of bratt upp.
Lausn: Aðeins minni baseball ferill (fara meira beint aftur og upp) og fara þá loks í upphafi niðursveiflu niður á við (niður-sveifluferillinn fari aftar/neðar en aftur-sveifluferillinn). Þannig sveifla ég meira í kringum búkinn.
Það lítur út fyrir að ég hafi of-leiðrétt fyrri villu sem var einmitt að ég sveiflaði ekki nógu mikið á baseball.
Slæmu höggin áður fyrr fóru alltaf til hægri, svokallað fade. Núna fara þessi högg til vinstri, svokallað draw.
Hvernig væri nú bara að fara beint.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.