Leita í fréttum mbl.is

strákurinn

Stundum er maður tímunum saman á einhverju púttgríni eða að vippa einsamall og þá fara skrítnir hlutir að gerast. Ég er ósjálfrátt farinn að tala óþarflega mikið við boltann í höggunum. Eins og þegar hann er á leiðinni að holu en mér finnst hann eigi ekki eftir að ná, kalla ég á eftir honum, go go go go. Ef hann dettur hrópa ég, Sjáiði strákinn! Ef hann dettur ekki í holu segi ég, Drasl, eða Sargasti.

Svo eru ýmsir frasar sem maður hefur tekið upp hér á Spáni á golfhringnum sem sumir [lesist Pétur] eiga eftir að hakka í sig þegar heim kemur.

Þegar boltinn sýnist ferðast of langt í innáhöggum þá hrópar maður, baja, baja, sem þýðir lækka. Ef boltinn sýnist ferðast of stutt þá hrópar maður, vuela, vuela, sem þýðir fljúgðu.

Þegar boltinn virðist ætla hreinlega ofaní en maður er samt sem áður ekki viss þá hrópar maður, que sea el palo, que sea el palo, sem þýðir vertu kylfan, vertu kylfan, eða be the right club.

Svo í pitch eða chippum þá vill maður stundum að boltinn snarstoppi þá hrópar maður muerde, muerde, sem þýðir bíttu, bíttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottir drengir.!!!!!!!

Móðir golfarans (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband