12.4.2008 | 16:12
Arg-en-tína
Var mættur snemma útá völl, Sebastian sá til þess að ég vaknaði klukkan 6 svona til að vera viss um að ég svæfi ekki yfir mig.
Range-ið opnar ekki hjá þeim fyrr en kl 9 og ég átti teig 9:04,,,,sniðugir.
Ég var í fyrsta holli með Gabriel, Nikolas frá Argentínu og Paco frá Spáni. Soldið einkennilega raðað í hollið því allir nema Paco voru lágforgjafarmen. Paco greyið með 19 í forgjöf og var frekar veiklulegur á fyrsta teig. Hann náði samt að komast í ágætan gír þegar leið á.
Gæinn frá Argentínu var með 4 í forgjöf en ætti að vera með 0 því spilamennskan var rosaleg. Þegar hann var yngri, 17 ára þá var hann með 0 en hætti í golfi (why) og byrjaði bara fyrir einu og hálfu ári síðan aftur. Gæinn spilaði ótrúlegt golf, kom inn á -2 en hann klúðraði síðustu brautinni, auðveld par 5 þar sem hann reyndi við grínið í tveim en fór í vatn við hliðiná og fékk skolla), óheppinn.
Gabriel spilaði á +4 og ég á +6. Enn og aftur voru það vippin og púttin sem smullu ekki. Ég var á járnunum og ásnum líkt og Haukur á bráð. Sló ótrúlega vel og er mjög ánægður með allt nema stuttu draslið. Helvítis stutta draslið. Næsta vika mun öll fara í vipp og pútt, ætla að eyða ca 5 tímum á dag í það og restina í spil, ekkert range. Starting tomorrow.
Það er svo auðvelt að tína til högg sem betur hefðu getað farið en á þessum hring voru það 3 vipp sem voru svona lazy vipp sem fóru 4 metra í stað 10. 3 stutt pútt sem ég klikkaði á (meters pútt, rugl) og annað auðvelt þráðbeint pútt fyrir fugli en datt ekki. Svo var eitt högg sem fór of langt sökum vanþekkingar á vellinum. Loks 3-4 100 metra högg sem fóru ekki nógu nálægt. Svo voru að sjálfsögðu öll þessi fugla pútt sem ekki duttu. Og þannig sé ég hringin.
anyways
Nikolas vinnur punktakeppnina pottþétt. Hann var með 5 högg í forgjöf á þessum velli og fór svo á -2 sem gerir bæting um 7 högg. 43 punktar, hann lækkar um ca 1 heilan, sem er HUGE fyrir lágforgjafamann. Mót eru yfirleitt að vinnast á ca 35-38 punktum hérna.
Hann kemur einnig inn á besta skorinu pottþétt. Lean, mean christmas for the dragon family this year. Vonandi verður stutta spilið komið í lag fyrir næsta mót.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sonur Gott spil hjá þér þó svo að þú klúðrir stutta spilinu. Þá er bara að taka því og æfa og æfa eins og þú segir. Endilega ekki blóta svona mikið í rituðu máli.... darling.......
Móðir golfarans (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.