Leita í fréttum mbl.is

Verkamenn

Það vakti kátínu mína þegar ég spilaði Alhaurin Golf hversu óheflaðir meðspilarar mínar voru. Ég spilaði með Jose, Guillermo og Romero (jón, Karl og Rúnar). Jose var verkamaður og vann í byggingarvinnu á sínum árum og vegna þess þóttist hann vera sérfræðingur í að lesa púttlínur. Aldrei klikkaði hann á að skoða allar línurnar fyrir mig og benda á staðinn þar sem kúlan mín átti að fara. Þegar ég klikkaði á púttum þá benti hann aftur á staðinn (kannski allt annar staður) og sagði, ,,ég sagði hingað, ekki þangað. Hefðir átt að gera eins og ég sagði þér". Eða ,, af hverju fórstu þangað? af hverju púttaðiru ekki hingað?"

Ekkert óþolandi neitt...neiiiiii.

Svo voru þeir félagarnir alltaf á hreyfingu þegar maður var að slá og oftar en ekki kjaftandi um fólkið fyrir framan okkur, blótandi því í sand og ösku.

Sem betur fer snérust þeir á punktinum og fóru heim nákvæmlega þegar klukkan sló 13. Matur. Ekkert má raska rútínunni, alltaf matur kl 13. Bara hættu á 12 holu eins og ekkert var.

Þrátt fyrir að vera frekar óheflaðir og lítið lærðir í listinni að vera golfari þá björguðu þeir eiginlega deginum. Það var bara gaman að fylgjast með þeim og hlæja í laumi að Nonna, kalla og rúnna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband