10.4.2008 | 16:00
Hraði
Það er aftur vont veður í dag. Það rofaði til um hádegisbil og dreif ég mig út á range og sló nokkrum boltum. Skaust svo uppá völl og dreif mig 18 holur á Asía vellinum. Spilaði einn og tók fram úr 6 hollum. Hringurinn tók mig 2 tíma enda var ég stöðugt að horfa upp í loftið og sá skýin ógna rigningu. Í upphafshögginu á 18.brautinni byrjaði að dropa og þegar ég setti settið inn í bíl og ræsti hann byrjaði að helli rigna. Djöfull var ég sáttur þá. Náði að skvísa þessum 18 holum inn á milli skúra. Það var náttúrulega hífandi rok allan hringin en það var bara gaman.
Ég spilaði líkt og vindurinn.
Spilaði sem hanski.
Kom inn á +3 og með 31 pútt sem segir ekki alla söguna. Grínin hafa greinilega ekki verið slegin í 2-3 daga vegna veðurs og var ég að pútta í frumskóg að virtist. Ímynda mér að það hafi verið ca 3-5 pútt sem áttu að vera í en skoppuðu og boppuðu fram hjá sökum lélegs gríns. Þannig að ég er mjög sáttur.
Núna er bara að chilla og bíða eftir masters sem byrjar kl 22 í kvöld á netinu. Útsendingin er til 3 í nótt. Sjáum til hvað ég duga. Á morgun á hann að haldast þurr en mikill vindur (sem hentar mér ágætlega) þannig að ég ætla að reyna að henda inn góðum æfingardegi. sjáum til.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.