9.4.2008 | 12:10
Verkstæði
Loksins gengur eitthvað eins og smurt brauð í þessu landi. Fórum á Ford verkstæðið og var vísað beint inn um hurðina með bílinn án þess að bíða. Gæjinn leit á húddið, opnaði það með herkjum, sá að apparatið sem er opnarinn á húddinu hafði dottið úr. Fann það aðeins neðar. Festi það aftur í. Hamraði aðeins beygluna þannig að hún sléttist út. Málið dautt á 3 mínútum. Og í þokkabót rukkaði hann ekkert fyrir þetta. Gratis.
Kannski spilaði það aðeins inní að hann vissi að María er dóttir Antonio Varón sem er þekktur þarna og þokkalegur virtur.
Rifjuðum aðeins upp okkar 4 mánuði hérna á Spáni og kemur á daginn að við höfum lent í ansi mörgu hérna á stuttum tíma.
Höfum verið rænd.
Lent í bílárekstri.
Telefonica sagðist rukka okkur 16 en rukkuðu okkur 123 fyrir línuna.
Kellingarnar í heilbrigðiskerfinu að bögga okkur og vildu fyrst ekki taka við okkur (sem var bara bull, rasistar).
Vilja ekki meta námið hennar Maríu sem gilt hérna á Spáni (erum samt enn að vinna í því, bara bull, sættum okkur ekki við það).
Sjónvarpið brann yfir.
Rafmagnið kostar ekki 20 heldur 240 fyrir tvo mánuði.
Borguðum inná bílinn okkar, ætluðum að pikka hann upp þá var búið að selja hann öðrum, þurftum að velja okkur annan.
Ætluðu að rukka okkur þrisvar sinnum 70 fyrir einhverja barnasprautu. rukkaðu þetta ###
Samt bara gaman að þessu. Við erum ótrúlega sátt hérna þrátt fyrir allt og finnst okkur við vera að lifa drauminn.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð yndisleg. Alltaf gaman að heyra og sjá hvað er í gangi hjá ykkur.........
Mamma ´Rósa (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.