Leita í fréttum mbl.is

Árekstur

Ætlaði að vera hetja og fara í grenjandi rigningu á range sem hérna við hliðiná okkur og er yfirbyggt til að slá nokkra bolta.

Hefði betur sleppt því. Var kominn 200metra frá húsinu þegar ég keyri upp blindhæð og sé skyndilega bíl á miðjum veginum sem var að beygja til vinstri í áttina að mér. Ég náði ekki að bremsa í tæka tíð, eða tja....ég náði alveg að bremsa en hjólin læstust á bílnum og hann skautaði í rigningunni beint á þennan helvítis bíl. Það var ekkert sem ég gat gert, ég var á ca 50 km hraða og að fara upp blindhæð, sá bílinn seint og það var rigning.

Ég var einn í bílnum og er í fínu lagi. Í hinum bílnum var stelpa með mömmu sína og bróðir sem farþega. Það kom ekkert fyrir neinn. Allir í góðu lagi. Bíllinn þeirra er ekkert skemmdur en okkar er með beyglu á húddinu og beyglu á bílnúmerinu. Þar sem ég var í brekku á leið upp en hún efst í brekku þá klessti ég á stað á hennar bíl sem er betur varin en okkar.

Þetta er fólk frá Kúbu og allt var frekar dramatískt við þetta. Mér var ekkert farið að lítast á blikuna þegar maður stelpunar kom mínútu síðar og fór að gera athugasemdir við að það væri skrýtið að ekkert sæist á þeirra bíl en minn væri beyglaður. Hann var að ýja að því að þessar beyglur hafi verið til staðar. Greit. Þegar aðstæðurnar voru komnar í þann farveg hringdi ég bara á lögguna því ég nennti ekki þrasa eitthvað um þetta lengur. Móðirin klikkaðist og var með hróp og köll að mér þegar ég var á línunni við lögguna.

Ég hringdi svo í mína Latínó skvísu til að vera ekki einn þarna og kom hún strax, enda bara 200 metrar, og þá róuðust allir því María er ekkert lamb að leika sér við í svona aðstæðum. Hún er algjör hetja í svona málum og tók fljótt yfirhöndina og maðurinn fór með skottið á milli lappana á sínum bíl. Kellingin fór inní bílinn og maría og stelpan fylltu út blaðið og málið dautt.

Löggan kom en virtust ekki nenna neinu og spurðu hvort einhver væri meiddur. Spurðu því næst hvort allir væru með öll skjöl og skilríki á hreinu sem við svöruðum játandi. Þeir sögðust því næst ekkert hafa að gera hérna þá og fóru. óókeiiiii.

Svo kom á daginn að stelpan var með útrunnið ökuskírteini og útrunna tryggingu. Nice.

anyways....við ætlum sennilega ekkert að gera í þessu því í raun er allt í góðu með bílinn. Svo voru engin skilti þarna þannig að hún verður sennilega dæmd í rétti útaf hægri reglunni. Held að stelpan verði bara fegin að sleppa úr þessu með sín útrunnu skjöl og skilríki.

Það sem stendur eftir er að María er hetja og að húddið opnast ekki (reddum því)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband