7.4.2008 | 15:08
Rigganigg
Fór í morgun á rangeið og tók 2 tíma þar í járnahögg. Fékk svo símtal frá Gabriel og sannfærði hann mig um að rigningin myndi koma seinna en spáð var. Við lögðum því af stað á Ameríku og vorum að spila mjög vel, fékk m.a. örn á 9. holunni.
Á 6. braut byrjaði aðeins að dropa en það hætti fljótt. Svo á 15. brautinni var ég á +3 og hann á +1 þá byrjaði að dempa niður. Við náðum að klára 16. báðir á pari, svo tókum við upphafshöggið á 17. holdvotir og gátum ekki meira. Algjör synd því við vorum báðir heitir og áttum eftir auðvelda par 4 (upphafshöggin okkar voru á besta stað) og svo 18.braut sem er auðveld par 5.
anyways......var að slá mjög vel en aftur voru það vippin sem slátruðu mér. Um leið og það styttir upp þá einbeiti ég mér að því að bæta það.
Þeir segja að það eigi eftir að stytta upp á fimmtudaginn. Rigningin hefði mátt byrja á fimmtudaginn og vera í 4 daga þar sem masterinn er akkurat þá.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.