Leita í fréttum mbl.is

Óvissuferð

Tók Maríu og Seb í óvissuferð í dag. Við rúntuðum niðureftir til Gibraltar og skoðuðum það hverfi. Ekkert sérstakt svo sem, soldið derelict og óhreint. Við rúntuðum svo um alla þessa skógivaxna golfvelli á svæðinu svo sem Almenara,San Roque,Sotogrande,Valderama og La Reserva.

Snæddum í klúbbhúsinu á Almenara og fengum okkur svo ís í hafnarþorpinu í Sotogrande puerto. Þetta er nokkurs konar báta paradísa-hafnarþorp. Mjög kúl þar sem bátunum er lagt uppað húsunum og minnir soldið á feneyjar/bryggjuhverfið en á allt öðrum klassa.

Á morgun ætlum við að taka daginn snemma og ég skutla þeim til tengdó og ég ætla að spila Alhaurin golf (seve ballesteros völlur) um morguninn. Kem svo í mat til tengdó og förum loks heim um kl 16 og ég beint á æfingarsvæðið. Ætla nefnilega að nýta mér sunnudaginn í golf þar sem í næstu viku er spáð rigningu.

Biggi Leifur spilaði á 5 undir í dag og er kominn í -8 sem þýðir 21 sætið af 140 sem byrjuðu mótið í Portugal. Fínn árangur en á morgun er fjórði og síðasti dagurinn þar sem hann verður að vera að minnsta kosti á 5 til 9 undir til að blanda sér á topp 10. Ég spái honum á pari og endar hann þá í 20-30 sæti sem er einnig mjög gott. Þetta ætti að hýfa hann upp töfluna þar sem hann er núna í ca 250.sæti en þarf að vera í 115. sæti til að geta haldið áfram á mótaröðinni. Ég spái honum í 230.sætið eftir morgundaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband