Leita í fréttum mbl.is

Mótið búið

Jæja þá er þetta celeb pro-am mótið búið og það endaði með stæl.

Ég spilaði þriðja hringin mjög vel og fann þvílíkan mun á öllu sem ég var að gera fyrsta daginn og svo þann síðasta. Upphafshöggin eru snilld, in fact, þá ætla ég að breyta nafninu mínu í Siggi upphafshögg Rúnarsson. Ég spilaði með einum dana og tveim svíum sem kölluðu sig the swedish bandits og staupuðu sig með viskí nánast eftir hvert skot. Fyrir hverja holu sögðu þeir mér hvert væri best að fara og hvaða línu maður ætti að taka í upphafshögginu til að vera sem best settur. Þeir bentu t.d. og sögðu á milli bönkerana þarna í 240 metra fjarlægð. Siggi upphafshögg gjör svo vel setti öll helvítis höggin í ca 10 metra radíus þangað sem þeir bentu. Svo góð voru upphafshöggin.

Þarf samt greinilega að setja meiri áherslu núna á stutta spilið, sem kom soldið í veg fyrir að ég náði að skora vel. Það var mjög þykkt Bermuda gras í kringum grínin sem gerði vippin soldið erfið.

Við spiluðum síðasta daginn á Finca Cortesín sem er nýr völlur en strax orðinn umtalaður sem einn af þeim betri hérna niður frá. Hann er lengsti völlurinn í Evrópu af öftustu teigum segja þeir mér og áttu proarnir í erfiðleikum með hann.

Ég og Ben mættum snemma eins og vanalega og parkeruðum bílnum við húsið þar sem fáir voru mættir. Við tókum settin út og ætluðum að rölta á rangeið. Við vorum strax stoppaðir af öryggisverði sem sagði okkur að skilja settin eftir. Vóv,,,þetta er bara 1 mínútu labb á rangeið en hann krafðist og þetta eru klúbbhúsar reglur að engin eigi að bera settið sitt. Þannig að við þurftum að labba niður á rangeið sjálfir og settin okkar komu mínútu síðar á buggy bíl.

Þar sem þetta er nýr klúbbur þá voru allir að reyna að ganga í augun á okkur. Þjónustan var ótrúleg, hef aldrei séð neitt þessu líkt. rangeið var fullt af boltum, morgunverður dauðans og öll smáatriði á hreinu. Buggy bílarnir eru með sjónvarp alveg eins og þeir á San Roque þar sem maður sér layoutið á öllum holunum með hjálp GPS og getur einnig pantað sér mat og slíkt.

Sem sagt það var komið fram við okkur eins og stjörnur, ætli það hafi ekki verið útaf því að það voru actually stjörnur þarna og svo moldríkir kúnnar.

Það var svo verðlaunaafhending í gærkveldi þar sem glatt var á hjalla. Verðlaun voru veitt og uppboð á ýmsum hlutum til styrktar einhverjum málstað. Innrömmuð skyrta af Enska landsliðinu 2006 árituð af öllum leikmönnunum fór á 1400€ og var dýrasti hluturinn þarna. Svo voru Rangers skyrta, myndir, snekkjuferðir, hótelgistingar, golfhringir og allskonar hlutir á uppboði.

Vinur minn Des Walker kom með ensku skyrtuna úr sínu eigin safni og endaði svo að bjóða hæst í hana sjálfur. Hann er hetja.

Peter Reid gamla kempan mætti í matin og var áberandi á stjörnuborðinu með brandarann að vopni.

Svo var uppistand þar sem gæinn gerði óspart grín af einum manninum sem þarna var. Maðurinn heitir James og er aðalborinn, hann er vinur konungsfjölskyldunar og hann var m.a. með Díönu prinsessu á laum. Ben var að segja mér að það væri almenn vitneskja á Englandi að hann væri faðir Harry Prins, og benti á þá staðreynd að Harry er Ginger (rauðhærður), hvorki Diana né Karl eru rauðhærð.

anyways, þá kynntist ég öllum gæjunum frá lansanum í lúx sem þarna voru og fékk ég ófá nafnspjöldin frá hinum ýmsu aðilum m.a. Olle Karlsson sem var pró á Evrópska túrnum í 10 ár og vill ólmur taka nokkra hringi með mér til að skoða sveifluna. Stefnan er að spila Aloha með öðrum svía sem er meðlimur og svo Gustafson sem er á túrnum as we speak að spila í Portúgal á mótinu með Bigga Leif. Það verður gaman að fá að prófa Aloha þar sem hann er í fantaformi því Evróputúrinn var náttúrulega þarna á mótinu um síðustu helgi.

leiter, skelli inn myndum seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband