Leita í fréttum mbl.is

Des Walker

Spilaði annan hringin af þremur í dag í hífandi roki (gail force) á velli sem heitir San roque. Hann minnti mig soldið á helluna nema nokkrum levelum ofar í gæðum. Ég spilaði með styrninu Des Walker sem er hress gæji. Það voru allir á djamminu í gær eftir fyrsta hringinn og greinilega allir að taka á því. Glen og Des komu heim kl 6 um morgunin og sváfu því frekar lítið fyrir hringin. Des var eldhress (lesist, enn fullur) þegar ég fyrst hitti hann en fljótlega fór að draga úr hressleikanum þegar ölið þynntist í honum.

Des spilar af 10 í fgj og spilaði þokkalega. Ég spilaði betur í dag en í gær og er loksins kominn með gott sjálfstraust með ásinn. Það var hins vegar mjög erfitt að meta vindhviðurnar í innáhöggunum sem gerði allt skor frekar mellow. Allir yfir 30 punkta voru taldar hetjur. Ég veit ekki hve mikið ég skoraði en það var tuttugu og eitthvað sennilega.

Á morgun spilum við lokahringinn á Finca Cortesín og vonandi fáum við stilltara veður.

Ég hef verið samferða niður eftir með ungum pilti að nafni Ben. Hann er enskur atvinnumaður sem heldur með Arsenal, greyið hann. Við erum ágætis kumpánar en hann keyrir reyndar soldið hratt. Á morgun er komið að mér að keyra sem betur fer. anyways.....seinni hálfleikur byrjaður í ars-Liv....síja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband