1.4.2008 | 17:42
1.aprílgabbið mitt
1. aprílgabbið mitt var í því formi að leika eins ílla og ég gat......það tókst...
anyways....mætti á mótið galvaskur. Spilaði ílla. Reyndi of mikið. Tapaði þá metrum og reyndi þá enn meira sem leiddi til lélegrar spilamennsku. Það var samt ógeðslega gaman. Géðveikur völlur á heitasta degi ársins á spáni. Ókeypis greenfee,morgunmatur dauðans (huge mikið af allskonar mat), Titleist boltar, vatn, bjór,3 polobolir og tí.
Svo sá ég alla þessa frægu kalla, þekkti samt bara Glen Hoddle í sjón.
Ég er í liði með Flemming (vinnur hjá Landsbankanum í Lúx), öðrum gæja frá Lansa í Lúx og svo Des Walker sem er gömul fótboltahetja. Í dag spilaði ég með Flemming, á morgun með einum af hinum og svo þriðja daginn síðasta gæjanum.
Í dag spiluðum við á Almenara sem er við hliðiná Valderama og San roque. Á morgun spilum við nýja völlinn á San Roque. Hann er draumur í dós segir fólk. Get ekki beðið.
Ætla að reyna að vera slakari en í dag. Það var einmitt það sem klikkaði í dag. Mig vantaði eiginlega Kára til að poppa annað slagið upp úr röffinu og hrópa....Siggi....slakur. Var of stífur og stirður. Ætli adrenalínið og væntingarnar hafi ekki riðið mig ofurliði.
Jæja á morgun er nýr og fallegur dagur eins og skáldið sagði.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Siggi minn.
Þetta mun allt ganga að óskum.
Það er eitt ráð sem gæti komið að notum þegar illa gengur og kominn smá pirringur eða púlsinn of hraður, staldra við í nokkrar sek, loka jafnvel augunum og fá fallega og góða " mynd " af því sem þér er kærast, frúnni og litla snáða, hugsa til þeirra og þá sækir þú ómeðvitað andlegan styrk til þeirra og ég lofa þér að þegar því er lokið líður þér betur, og nærð réttu einbeitingunni aftur. Sakar alla vegna ekki að prófa þetta :-)
En að öðru, ertu ekki með eitthvað e-mail ? er með smá hugmynd sem þú gætir kannski nýtt þér.
Gangi þér vel.
Kv Bjarni Dan
Bjarni Dan (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:36
Siggi, þú veist að þú getur þetta.
Vera mjúkur þú finnur þá
að það er best að slaka á
Hugsa bara um hvert högg
að hringnum loknum þá færðu lögg.
Kári Tryggvason, 2.4.2008 kl. 10:07
Jú, takk fyrir það strákar. Það gekk betur í dag og fann ég aftur sveifluna. netfangið mitt er g o l f g u s @ g m a i l . c o m
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 2.4.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.