31.3.2008 | 19:10
7 Vínarbúar
Ég snéri aftur til La Cala eftir hádegismat til að taka 18 holur á Ameríku.
Roy Keane var enn í Tennis þegar ég keyrði fram hjá. Ekki nóg með það heldur var hann orðinn ber að ofan. Ég sneri næstum við og fór heim af hræðslu.
Lék hringinn með 3 Vínarbúum sem voru í 7 manna golfferð. Þetta voru allt lögfræðingar og allir vel talandi á ensku. Þeir voru bara sprækir. I heard you got good bread there in Vín, you know....vínbread.....
Ég lék glimrandi fyrir utan upphafshöggin sem voru að stríða mér. Fór á +5 og notaði 26 pútt. Ég stend í þeirri trú að þegar ég næ ásnum góðum og stöðugum þá er skorið að batna um ca 5-10 högg. Fyrir mér veltur þetta ótrúlega mikið á að koma mér í góða stöðu eftir upphafshöggið. Ef ég er á braut þá er sóknartækifæri og hægt að gera eitthvað af viti. En í dag t.d. þá var ég oftar en ekki að reyna að redda mér eftir drive sem dregst til vinstri.
Fróðlegt verður að sjá hvernig þetta gengur á morgun.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hó já gangi þér vel vinurinn, þú ert örugglega stein sofnaður núna,
og munt ekki sjá þetta fyrr en eftir mótið hehe svo vonandi hefur þér gengið vel. Passaðu bara að vera slakur
jæja var að klára skattadæmið rétt í þessu púff feginn maður.
Annars er allt gott að frétta af okkur vildi að ég hefði einhverja skemmtilega sögu að segja ykkur en uummm nei ekkert. Er að horfa á idolið Amerikan, copy past alltaf eins hehe.
Annar bara hlakka ég til að flytja til eyja eftir ca 14 daga, spennandi, hef nú bara komið þangað á þjóðhátið hehe ekkert að marka það mikið.
jæja jæja ætla að láta þetta duga í bili.
Kveðja Kata
Kata (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:07
Vona að þér gangi vel í dag sonur sæll. Bíðum spennt að heyra frá þér.
Móðir golfarans (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.