Leita í fréttum mbl.is

Á leiðinni í mót

Á morgun fer ég í mitt fyrsta mót hérna á Spáni. Þetta er Pro-am-celebrities mót sem Landsbankinn í Lux er að sponsa.

Þarna verða sem sagt venjulegir golfarar, atvinnumenn og frægar fótboltastjórnur frá Englandi. Tja,,,,reyndar eru þetta allt gamlar stjörnur eins og Chris Waddle, Glenn Hoddle, David Speedie, Mark Draper, Des Walker, Steve Foster og reyndar einhverjir leikarar líka. Í fyrra mætti Paul Gazza Gascoigne líka þannig að það er aldrei að vita hvort hann mæti. Það væri sniðugt þar sem ég lauk einmitt ævisögu hans í gær á klóstinu. Yrði skemmtileg tilviljun.

Leikið verður í tveggja manna liðum yfir þrjá daga á þrem brilliant golfvöllum. Almenara, Finca Cortesin og San Roque þar sem úrtökumót Evrópumótaraðarinnar er haldið. Snilld.

Þar sem þessi vika er meistaradeildarvika verður boðið uppá alla leikina eftir hringina í einhverju lounge-i þar sem maður mun horfa á Liv-Ars leikin með þessum gömlu fótboltastjórnum sem m.a. léku með þessu liðum á sínum tíma.

Hann Palli, maður Elisabeth sem er vinkona Maríu vinnur í Landsbankanum í Lux og kom hann mér í samband við rétta aðila sem redduðu mér inn. Gott að þekkja rétta fólkið Wink

Anyways...þessi vellir eru í ca eins og hálfs tíma fjarlægð héðan og á ég teig kl 9. Þarf að vera mættur 8 en vill vera þarna kl 7 til að hita upp. Ætli maður þurfi ekki að ræsa sig kl 5 fyrir vikið. Þetta er samt þess virði. Bem.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Þetta verður geðveikt. Gangi þér vel og mundu að vera slakur

Kári Tryggvason, 31.3.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Takk, og til hamingju með strákin. Sá að hann er bara orðinn professional eða svo gott sem.....með samning og læti.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 31.3.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband