30.3.2008 | 18:08
Mótið búið 2
Allavegana þá var þetta spennandi mót þar sem gamli vann unga á reynslunni.
Lee Westwood virtist ætla að ganga frá mótinu á fyrstu holunum en gaf svo eftir.
Það var ungur og efnilegur kylfingur að nafni O. Fisher sem stal senuni. Hann var með pálmann í höndunum þegar ca 4 holur voru eftir. Hann var kominn með 4 högga forystu á tímabili og allt virtist ganga vel hjá honum. En,,,,,það var hann gamli Thomas Levet sem kom hægt og bítandi upp töfluna eins gamall refur.
Fyrir lokaholuna átti ungi eitt högg á gamla. Ungi drævar þá í vatn og endar á skolla á meðan gamli seilast áfram á pari og leikurinn því orðinn jafn. Þeir fóru í bráðabana á 18. braut sem gamli Levet sigraði og fagnaði ákaft.
Þetta var kannski ágætt því gamli á ekki marga sigra eftir en þessi ungi Fisher á eftir að raða inn titlum í framtíðinni þar sem hann er aðeins 19 ára og er einn sá besti á sínum aldri og sá sem Nick Faldo segir að verði bestur í framtíðinni.
Á heildina litið var þetta mót mjög skemmtilegt og hafði allt sem maður vill á góðu móti. Gríðar gott veður (er rauðari en allt sem rautt er), frábær spilamennska, spennandi endir, ungir og efnilegir og gamlar stjörnur, íslendingur náði köttinu og ég fékk gefins bolta eins og lítil skólastelpa.....tíhí
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.