29.3.2008 | 18:59
3.hringur búinn
Ég labbaði með bigga þessar 18 í dag sem fóru frekar ílla. Hann endaði á +4 og lítið virtist ganga upp hjá honum.
Í dag labbaði ég með betu, stebba og staffan landsliðsþjálfara. Það var gaman og fróðlegt.
Á einni brautinni sló biggi boltan of mikið til vinstri og sveif hann yfir okkur og inní tré þar sem tjörn ein var staðsett. úps. Ekki örvænta. The iceman kemur til bjargar. Við rukum öll til og byrjuðum að leita. Viti menn. Ég finn boltann við tjarnarbakkann og biggi gat tekið víti þarna við hliðiná. Hann átti svo frábært högg þaðan inná grín og náði að bjarga skolla.
Þegar hann lauk hring tilti ég mér við 9.grínið og át samlokurnar mínar á meðan ég fylgdist með hinum ýmsu hetjum slá inná grín með misjöfnum árangri. Ég fór svo með Jimenez og Rory sem var í holli á eftir. Ég skiptist á að fylgjast með þessum tveim hollum þangað til á 15.brautinni þar sem ég beið eftir Westwood og fylgdi honum svo eftir til 18.holu. Sat svo í bullandi sól og yfirþyrmandi hita við 18. grínið og fylgdist með restinni af hollunum koma í hús.
Ég hélt að ég væri búinn að ná hámarki í rauðleika í andliti áður en ég kom heim og leit í spegil. Það var svo gott veður að ég er frekar útitekinn eftir daginn.
Á morgun er svo lokadagur mótsins þar sem biggi fer sennilega með fyrstu mönnum út.
Ég bara vona að hann viti af því að spánverjar breyta klukkunni á miðnætti þannig að hann missi ekki af rástímanum sínum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.