28.3.2008 | 19:21
Miguel Ángel Jimenez
Flestir golfararnir mættu á teig með hausinn í bringunni af einbeitingu og sögðu ekki mikið. Heilsuðu meðspilurum og slógu svo af teig.
Martin Kaymer þjóðverjinn ungi og efnilegi ásamt Jose Maria Olazábal voru mættir á teig ca 8 mín. fyrir teigtímann sinn eins og flestir gerðu. Það leið og beið og ekkert bólaði á Jimenez. Ég heyrði Ollie segja að hann væri mættur á svæðið og myndi pottþétt koma.
2 mín. í teig og skyndilega heyrast örugg skóhljóð þrammandi áfram. Birtist ekki Jimenez með bros á vör. Labbar upp stigann og horfir á mig og bíður góðan dag. Hann horfir svo á hina áhorfenduna og bíður þeim einnig góðan dag. Tekur svo í hendina á ræsinum og þeir spjalla saman báðir með bros á vör (nánast hlæjandi). Hann heilsar svo meðspilurum og þeim sem eftir voru.
Þarna fer maður sem geislar af lífshamingju. Hann er með bumbu og tagl en hann er alltaf brosandi og spjallandi við fólk. Ég get svarið að þegar ég fylgdist með honum labba til okkar og upp tröppurnar að 10. teig þá fannst mér eins og einhver væri fyrir aftan hann með ljóskastara og beindi honum að honum. Svo mikil var útgeislunin af Miguelito.
Í stuttu máli sagt, þá er hann með góða nærveru.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ ég hef bara aldrei fylgst svona vel með golfmóti áður,hehe gaman :)
kv kata
Kata (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.