Leita í fréttum mbl.is

2. hringur búinn

Ég vaknaði kl 06:50 í morgun og var mættur kl 8 til að kíkjá þessar stórstjörnur á Aloha vellinum.

Ég kom mér vel fyrir í eina sætinu sem í boði var á 10.teig þar sem þeir byrjuðu í dag. Ég var staðsettur beint fyrir aftan teiginn í ca 8 metra fjarlægð frá teighöggunum. Ég var þarna í 1 og hálfan tíma sitjandi að fylgjast með upphafshöggum Jimenez/Olazabal/Kaymer/Edfors/Lawrie/Dyson/Mcilroy og fullt af fleirum.

Svo kom að mínum manni, Birgi Leif, og ég fylgdi honum allan hringinn. Ég labbaði með konunni hans, Betu, og Stefáni Má. Það var mjög gaman að fara 18 holur sem áhorfandi og fylgjast vel með öllum sem þessi gæjar gera.

Þetta byrjaði ágætlega hjá honum, var stabíll og stundum vantaði 2 cm uppá að fá fuglinn. Það var aðeins á 9 holunni (sem í raun er sú 18 á vellinum því hann byrjaði á 10.teig) sem hann klikkaði ílla. Innáhöggið lenti rétt fyrir utan grínið og var röffið frekar þykkt. Hann kiksaði vippið 2 metra áfram og kom boltanum ekki inná grín. Tvöfaldur skolli.

Ég var viss um að hann væri búinn að klúðra þessu þá en svo á seinni níu (fyrri níu) þá fékk hann 3 fugla, þar á meðal fugl á lokaholunni sem tryggði honum áframhaldandi keppni um helgina.

Hann er núna í 55 sæti og pari og köttið er +1. Kallinn áfram.....snilld.

Svo fór ég að labba með Lee Westwood og Darren Clarke sem var stuð. Gaman að sjá svona fræga kappa í 3 metra fjarlægð þruma drævinu 300 metra. Fylgdist einnig með Thomas Björn.

Svo var gaman að sjá að þessir menn eru mannlegir. Clarke tók ás á 7. holu þar sem flestir tóku járn. Hann þrumaði kúlunni í tré sem var í ca 30 metra fjarlægð. Tók svo annað höggið ca 30 metra áfram úr þykku röffi. Hann var sem sagt kominn ca 60 metra áfram og búinn með 2 högg. Hann endaði á dobbúl þessa holu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband