Leita í fréttum mbl.is

Símtal

Lagði mig áðan til að reyna að láta þetta líða úr mér. Var steinsofandi og örugglega hrjótandi þegar síminn hringdi. Ég starði á símann og blótaði hverjum þeim sem dirfðist að vekja kallinn á slíkum tímapunkti.

hmmm....þetta númer sem ég sá kannaðist ég engan vegin við. Erlent númer með landsnúmer 35.

Haldiði ekki að sjálfur Biggi Leifur hafi verið á hinum enda línunnar. Hann hafði náð að redda mér miða inná Aloha svæðið á morgun og er ég mjög spenntur fyrir því.

Ætlum að hitta hann þar sem hann og fjölskylda halda til yfir mótsdagana til að nálgast miðann. Þetta er ca. í 40 mín fjarlægð frá okkur en nákvæma staðsetningu get ég ekki gefið upp hér af öryggisástæðum. Segi svona. Hann er nú einu sinni frægur golfari á Evrópska túrnum er það ekki....Tounge

ps. ég bara ætla rétt að vona að ég smiti hann ekki af þessu kvefi....úps Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sonur sæll vertu duglegur að taka inn C vítamín.  s.s. borða appelsínur........  og svo er jú alltaf hvítlaukurinn gagnlegur.....

góða skemmtun á mótinu.....

Móðir golfarans (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband