Leita í fréttum mbl.is

hola í ??????

Þessi vindasami hringur hafði samt sem áður uppá margt að bjóða.

Á 8. holunni sem er par 3 miðaði ég vel hægra megin (ca. 20 metra hægra megin við holu) við pinnan og ætlaði að láta vindinn fjúka boltanum uppað holu. Það tókst svona vel og biðum við öll í ofvæni þar sem boltinn sveif í fallegum boga í átt að holunni, sannkallað banana hook skot. Holan er í hvarfi en við vorum öll vissum að kúlan væri hámark 30 cm frá holu ef ekki í holunni......kallinn orðinn spenntur.

Ég keyri uppað gríninu og enginn bolti sjánlegur....tíhí tíhí....ég var farinn að finna allskonar hrolla fara um líkamann, þar á meðal sælu og aula. Hæ hó og jibbí jei jibbííí jei, það er kominn 17.júní.

Ég skrefa grínið hægt og rólega og færi mig nær holunni. Á ég að þora að kíkja.......kíki svo loksins og viti menn.............enginn bolti.......what.

Þetta getur ekki verið......spilafélagarnir líta spurjandi á mig og ég hafði engin svör. Enginn annar sjáanlegur hérna sem hefði getað nappað boltanum. Hinir fara því næst að sínum boltum og heyri ég þá skyndilega einn kalla, heyrðu, hér eru tveir boltar. DEEEEM......ekki nóg með að boltinn minn hafði rúllað út af gríninu sökum gríðarlegs vinds, þá rúllaði hann beint oní djúpa glompu.

Ég kom boltanum uppúr glompunni en ekki betur en svo að hann fýkur í næstu glompu við hliðiná. greit. Ég stekk í næstu glompu og ætla dúndra honum uppúr....það tekst.....en kannski of vel...því hann dúndrast yfir grínið og í glompuna á móti......ég er ekki að grínast, allavegana var lítið um að boltinn fyndi helv....grínið.

við vorum öll farin að brosa af þessu og ég endaði með því að taka helvítið upp og setja boltann í vasann. Sama boltann og við héldum að hefði farið holu í höggi takk fyrir.

Á næstu holu sem ég var búinn að ákveða að yrði mín síðasta hola í dag var par 5 monster. Ég steig á teiginn og fann að loksins var þessi vindskratti í bakið og hlakkaði í mér. Ég sagði við fólkið að ég ætlaði að myrða þennan bolta, hann skyldi sko finna fyrir því.

Brautin liggur í öfugt S og ég ætlaði að skera brautina þvílíkt og negla kúlunni eins langt með vindinum og ég gæti. Grip it and rip it time.

Djöfull tók ég á því, ég held að höggið hafi heyrst alla leið til portúgals. 350 metra monster upphafshögg sem skildi eftir aðeins um 110 metra í meðvindi. Take that völlur.

Ekki oft sem ég er á par 5 og tek sand wedge 54° í öðru höggi og er of langur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ég

Datt óvart hérna inn.... skemmtileg lýsing.  Lagði ekki út í þetta veður í golf í dag :)  Orðið heldur skuggalegt núna seinni partinn! Er í Nueva Andalucia, rétt við Puerto Banus...  í fríi frá Madrid.  Af forvitni .... hvaða velli hefurðu verið að spila hérna?

Ég, 22.3.2008 kl. 15:52

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ég er meðlimur í La Cala (www.lacala.com) og spila aðallega þá þrjá velli. Get mælt með þeim, en grínin eru reyndar ekki í góðu ástandi eins og er.

Hef einnig spilað Mijas Golf, góð grín og skemmtilegir tveir vellir.

Lauro Golf er ágætur en kalíber neðar en ofangreindir vellir.

Alhaurin Golf er líka þess virði að kíkja á því hann er mjög ýktur og hæðóttur völlur hannaður af Seve Ballesteros. Challenge.

Vellir sem allir segja að séu flottastir hérna eru El Chaparal, Santana Golf og Río Real. Ég mun sjálfur kíkja á þá ef tækifæri gefst.

Svo má ekki gleyma Aloha þar sem biggi leifur mun keppa núna á fimmtudaginn. Maður kíkir á hann (sama hvernig viðrar).

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 22.3.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 153443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband