Leita í fréttum mbl.is

Veður

Í nótt byrjaði ég skyndilega að dreyma síðari heimsstyrjöldina. Klukkan 6 rumskaði ég svo og áttaði mig á því að úti var hið mesta þrumuveður sem nokkur maður á jarðríki hefur nokkurn tíman upplifað. (kannski smá ýkjur, en allavegana var þetta rosalegt).

Þrumur og eldingar með nokkra sekúnda millibili. Þegar maður heyrir þetta þá fyllist maður lotningu og ótta samtímis. Þetta er eins og að vera á stór tónleikum og standa við hliðiná hátalaranum þar sem bassinn dúndrast í gegnum líkamann og beinin verða að dufti.

Mjása stóð ekki á sama og Sebastian hrökk nokkrum sinnum upp. Ég dró sængina yfir hausinn af hræðslu á meðan að María svaf þyrnirósarsvefni enda öllu vön.

Þetta hljómar kannski eins og þessi típíska klisja, en þetta virkilega var rosaleg upplifun.

Það eru allir grátandi í Andalúsíu því þessir söfnuðir geta ekki farið í skrúðgöngurnar á meðan það rignir. Það koma daglega fréttir af börnum og fullorðnum mönnum grátandi af vonbrigðum þar sem þau hafa verið að bíða í heilt ár eftir þessu og í sumum tilvikum þá er þetta annað árið í röð sem ekki er hægt að fara út með trönurnar. Óheppin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband