Leita í fréttum mbl.is

Jákvætt/neikvætt

Ég tók eftir því þegar ég renndi í gegnum fyrri færslur að ég segi bara frá því jákvæða í golfinu. Það er kannski skiljanlegt því maður vill nú vera jákvæður gagnvart öllu þessu og tilhneygingin er nú alltaf þannig að láta mann líta vel út.

Svo dæmi sé tekið þá segir maður t.d. alltaf frá löngu upphafshöggunum en ekki þeim stuttu. Vellirnir einfaldlega bjóða uppá svona lengdir því þeir eru mjög hæðóttir og í vindi þá magnast allar vegalengdir. Myndi segja að meðallengd upphafshögga væri 250m.

En svo ég segi nú aðeins frá hinni hliðinni þá á ég líka fullt af hringjum sem voru á 10 og meira yfir pari. Fyrir eitt skref framm á við er hálft tekið til baka. Þannig sé ég þetta, maður mjakast hægt og bítandi áfram hálft skref áfram. Oft er maður að reyna að breyta einhverju í sveiflunni og það tekst ekki upp og lélegir hringir poppa upp. Ekkert big díl, maður lítur á það sem lærdómsferli.

Svo eru það hendurnar. Einn puttinn á það til að festast niðri þannig að ég þarf að rétta hann af með hinum puttunum. Á öðrum putta er ég oftast kominn niðrí kjöt af núningi sem getur verið frekar óþægilegt þegar það nuddast í kjötið á puttanum á móti. Allskonar mini-hlutir sem mann hrjáir en eigi maður tjáir. rím.

Jæja, nóg komið af svona hlutum, aftur að því jákvæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litli frændi er sætasti í heimi.

algjör dúllrófa, ooo hvað ég sakna ykkar ooooo

hey annað jákvætt við ætlum að skella okkur upp á Kaldbak  á sunnudaginn, og skíða niður. www.kaldbaksferdir.com

coool  Reyndar veit Albert ekki af því enn þá ætla að koma honum á óvart heheh.

late  farinn í páskafrí. 

loveja all  kv Kata

Kata (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband