19.3.2008 | 09:48
Löggan
Löggan hérna á Spáni er frekar ströng. Mér finnst eins og þeir séu að reyna að skapa nokkurs konar rússa ímynd af sér í þeim tilgangi að fólk virði þá og jafnvel hræðist. Það er ekkert bros í umferðinni hjá þeim, þeir eru alltaf grafalvarlegir og gruna alla um græsku.
Í gær var ég að keyra heim og beygði inn á aðreyn og sé út undan mér nokkrar löggur. Ég byrjaði strax að svitna og þar sem ég beygi inn þá byrjar ein löggan að benda eitthvað með höndunum að mér. Ok, greinilega random check var það fyrsta sem ég hugsaði og hægði á mér og beygði útaf veginum inná mölina. Tek af mér sólgleraugun, lækka í útvarpinu og opna rúðuna.
Þar sem löggan nálgast bílinn var ég orðinn stressaður og nánast tilbúinn að játa öll voðaverk á mínar hendur fyrirfram. Svo sterk er ímynd löggunar hér að maður vill alls ekki lenda í þeim, maður veit aldrei hvað þeir geta gert, hver veit, þeir geta stundið manni inn án nokkurar ástæðu bara til að sýna mátt sinn. Ég horfinn í nokkra daga og engin veit hvar ég er því að sjálfsögðu fengi ég ekki símtalið sem mér bæri.
Löggan beygir sig niður og ég kominn að suðupunkti. Hann segir með silkimjúkri röddu að hann hafi nú bara verið að benda mér á að hægja aðeins á. Ég þurfti ekkert að stoppa bara fara aðeins hægar.
ok, hjúkkit, ég biðst forláts og skrúfa upp rúðuna, set á mig gleraugun og kveiki aftur á útvarpinu en átta mig skyndilega á því að ég er á möl.
Djöfull var ég stressaður á því að spóla ekki í mölinni þar sem ég keyrði af stað. Þá fyrst hefði löggan aflífað mig.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.