18.3.2008 | 19:11
Hringur
Fór 9 á ameríku og 9 á Asíu í dag.
Gékk mjög vel. Endaði á +3 með einum þreföldum skolla. Fór í vatn á einni par 4 þannig að þetta vatn stóð á milli mín og par-hring.
31 pútt þar sem ég var að pútta eins og selur. Það fór nánast ekkert í.
10 misst fuglapútt og 2 arnarpútt.
Fyrra arnarpúttið var á par 5 þar sem ég tók 290m upphafshögg niður í móti og svo lágt laser 7 járn (stinger) 140m í mótvindi. Endaði 1 og hálfan meter frá stöng. Fékk forsmekkinn af túrnum þegar ég heyrði skyndilega fagnaðarlæti í 150 metra fjarlægð þar sem hollið á undan hafði stoppað til að horfa á höggið góða sem heppnaðist svona undur vel. Klappað fyrir kallinum. Eins gott að þau voru farin þegar ég klikkaði á arnarpúttinu.
Seinna arnarpúttið kom eftir upphafshögg á par 4 segi ég og skrifa. Kallinn dreif inná grín í upphafshögginu. Svipurinn á fólkinu sem var að pútta var priceless. 280 metra upphafshögg með vindinn í bakið. Reyndar var þetta 20 metra pútt, en samt.
by the way, lengdirnar bæði finn ég út með lasernum mínum sem mælir vegalengdir og svo í google earth seinna meir þegar heim er komið. Ég slæ nefnilega alla tölfræði inn í sérstakt forrit sem heitir StatDoktor. Þar sé ég nákvæmlega alla tölfræði sem ég vill halda. Ég horfi aðallega á hitt grín, hittar brautir, fjöldi pútta á hittum grínum, meðallengd af teig og svo náttúrulega skorið.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.