14.3.2008 | 21:46
Semana Santa
Núna gengur í garð Semana santa, páskahelgin þar sem spánverjinn setur sig í stellingar og tilbiður guð sinn og meyjar sem aldrei fyrr.
Flestar kirkjur hafa nokkra söfnuði en í þorpum er hver kirkja oftast bara með einn söfnuð. Hver söfnuður hefur sína jesú ímynd og sína meyju ímynd. Hver söfnuður fer í sína eigin skrúðgöngu með huge trönur þar sem ofan á er stytta af meyjunni og svo eru aðrar trönur þar sem ofan á er stytta af jesú ímyndinni. Í göngunni eru svo stundum hermenn sem blása í trompeta, berja trommur og sveifla rifflum. Einnig eru alltaf krakkar klæddir nokkurskonar ku klux klan fatnaði í göngunni.
Trönurnar vega nokkur tonn, það eru ca 300-500 persónur sem bera þær og allt er þetta fólk sem hefur lofað að bera trönurnar ef eitthvað gengur eftir. Eins og t.d. ef ég myndi biðja um að komast inn á mótaröðina þá myndi ég fórna mér og bera trönurnar. Það þykir mikill heiður að fá að bera þessi tonn og það er nokkra ára biðlisti.
Hver skrúðganga getur varað allt frá nokkrum tímum uppí marga klukkustundir, það fer náttúrulega eftir stærð þorpsins. Söfnuðurinn hennar Maríu er í 6-8 tíma að þramma um Málaga. Svo þegar gangan kemur að vissum stöðum þá bíður kór útá svölum sem syngur súper sorgleg lög.
Í Málaga eru göngur í 7 daga þannig að það er mikið um að vera í bænum og mjög skemmtilegt að fara niðrí bæ og gera sér glaðan dag, ehem, kannski ekki glaðan því þetta á víst að vera frekar sorgmætt allt saman. Þetta er allt gert til að mynnast síðustu daga Jesús og hans þrautargöngu.
Uppáhaldið mitt er að hlusta á trompetana því það vekur gæsahúð að hlusta á hve sorgmædd lög eru spiluð. Þótt ég sé ekki mikið trúaður þá getur maður nú samt lifað sig soldið inní þetta og sett sig í fótspor hins trúaða spánverja.
María hefur ekki séð þetta í 7 ár og hefur saknað þess að fara á staðinn með pabba sínum eins og þau gerðu alltaf þegar hún var lítil. Mamma hennar og bróðir voru alltaf heima því þeim fannst þetta leiðinlegt (Það er samt alltaf lágmark að fara og fylgjast með sínum söfnuði eins og Gabí gerir alltaf). Antonio og María þvældust útum alla Málaga til að fylgjast með og taka uppá vídeó allt sem fram fór og á kallinn hvílíkt safn af gömlum vídeóspólum með skrúðgöngum.
Núna fer María með syni sínum á hans fyrstu semana santa. Svo byrja hefðirnar.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.