14.3.2008 | 18:47
Hringur
Týndi uppáhalds tíinu mínu á range-inu í morgun. Þykkt plasttí sem var ódrepandi, búinn að nota það í ca 500 högg. Það spýttist fram á við og sökum hættu á að fá bolta í mig frá öðrum gat ég ekki náð í það. Það var með trega og söknuði sem ég horfði á tíið þarna 10 metrum fyrir framan mig þegar ég labbaði af range-inu. Ég ætla að reyna snemma á mánudaginn að ná í það þegar fáir eru að slá boltum
Fór hring á evrópu kl 13. Hringurinn tók 5 tíma á buggy. Það var nefnilega allt stappað af englendingum sem drekka bjór í öðru hvoru orði og kunna einfaldlega ekki að leika golf. Það að kunna að leika golf þýðir að gera alltaf við boltaför á gríni, vera röskur í öllu sem viðkemur þinni spilamennsku, ekki skrifa skorið við hliðiná gríninu sem þú varst að klára og sitthvað fleira.
Ég spilaði vel í dag og kom inn á +2. Var á even Steven eftir 9. Einn undir eftir 13. Fékk svo 3 skolla á síðustu 5 holunum. Missti 8 fuglapútt sem hefðu átt að fara oní. (allavegana 4 meters pútt).
Svona er lífið, þetta dettur inn einn daginn. Ég finn að ég er á allt öðru leveli en fyrir mánuði síðan og par hringurinn er á næstu grösum. Er öruggur með járnunum, ásinn er að koma betur inn (12 hittar brautir), vippin voru góð í dag en púttin voru ekki að detta, 31 pútt í dag. (ég kenni auðvitað lélegu ástandi grínanna hérna um það )
Ótrúlegt að vera bara með 1 fugl og samt á +2. Þeir kalla mig ekki Siggi stabíli fyrir ekki neitt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Siggi minn plasttí eru bönnuð , flott að fá alskona truflanir og vega og meta hvað fer í pirrurnar á oss ,, innri íhugun og loka sig frá fullum englendingum pabbi
Pabbi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.