12.3.2008 | 18:59
Rán
María var rænd í Madrid.
Þau voru stödd í skóbúð og allt í einu var veskið hennar horfið. Það hefur einhver tekið það þar sem það lá í barnavagninum. Hvers konar manneskja rænir barnavagn?
Allavegana þá var hún snögg að loka kreditkortinu og símanum. Það var það eina verðmæta í veskinu fyrir utan lykla,leikföng, 15 og þess háttar.
Löggan vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið skilst mér því María á það til að taka málin í sínar hendur og verða öskureið, latínó style. Hún hlýtur að hafa öskrað ansi hátt því skömmu síðar fannst veskið með öllu í fyrir utan 15, lokuðu og ónothæfu kreditkorti og síma án inneignar. Þjófurinn hefur örugglega heyrt í henni.
Þannig að þegar upp var staðið voru þetta síminn (núvirði ca 10þ kr) og 1500 kr sem töpuðust.
Sebastian svaf í gegnum öll þessi læti og virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Ég held eiginlega að honum sé slétt sama. Kannski jafnvel ánægður því núna veit hann að pabbi sinn fær að kaupa nýjan síma og það er alltaf gleðiefni.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
He he það abbast enginn upp á Maríu.
NÝJAN SÍMA SIGGGGI
Kata (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:46
hehe ýtti óvart á senda í æsingum,
iphone ummmm góður sími, nei geðveikur sími, var að hlaða inn nokkrum leikjum í gærkv. suduko, oþelló og eittthvað meira.
ÓGEÐSLEGA FLOTTUR SÍMI
ætlarðuaðfáþérhann ætlarðuaðfáþérhann
Kata (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.