Leita í fréttum mbl.is

Bíbí og kvaka

Ég fór sem sagt 36 holur í dag með misjöfnum árangri.

Fyrri 18 voru í miklum vindi og hröðum grínum +10. Gabriel vann fyrri hlutan 3€ og ég seinni. Komum út á sléttu.

Svo fór ég núna 18 á Evrópu og gékk vel. Byrjaði soldið shakí og var kominn +4 eftir níu. Svo allt í einu heyrði ég út undan mér bí bí og svo kvak kvak. Hmmmm....fuglasöngur. Bem. Tók 4 fugla á seinni níu og endaði þar á -2. Var sem sagt á +2 í heildina. Notaði aðeins 10 pútt á seinni níu sem er met. Frekar gott ef litið er á það að þetta voru holur 28-36 á einum degi og einbeitingin í púttunum var samt enn til staðar.

Mjög ánægður með daginn sem byrjaði kl 6:30 og endaði 18:30

Statistikín hjá mér er öll að koma til. Eftir ca 20 hringi er ég með 67.93% hittar brautir sem myndi skila mér í 10.sætið á Evróputúrnum.

Ef litið er á hringinn í dag þá var ég með 1.72 pútt á þeim grínum sem ég hitti í réttum höggafjölda (GIR). Sem myndi skila mér í 24.sætið á Evróputúrnum.

Djöfull er ég þreyttur maður. Ég veit ekki hvort að þið trúið þessu en ég fór á vigtina í gær og svo á sama tíma í dag þá sýndi vigtin 1.1 kíló minna. Mestmegnis vökvatap en hey, hvað er smá vökvatap milli vina Wink

Jæja, ætla að reyna að borða smá áður en ég fer á kránna (enginn bjór drukkinn, bara vatn) til að horfa á Liverpool koma sér áfram í meistaradeildinni. 1-0 fyrir púllurum þar sem Jún Árni skorar með þrumufleyg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott svona spilum við Túrhestarnir þegar við förum í víking til Spáns  36holur á dag en Siggi þarf ekki að athuga rafhlöðuna í viktini ?

Pabbi (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:50

2 identicon

hæ sonur sæll.  Þetta virðist ætla að ganga vel, bæði golfi og hvað þyngdartap varðar.  Innilega til hamingju....

mamma

Móðir golfarans (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband