Leita í fréttum mbl.is

Einsamall

María og Sebastian yfirgefa mig á morgun. Þau ætla til Madrid að heimsækja vinkonu Maríu og fara með lest. Það tekur ca 2 og hálfan tíma með þessari nýju lest sem heitir AVE.

Þau koma aftur á fimmtudaginn og verður þá aftur kátt í höllinni.

Tengdó eru súper áhyggjufull, bæði útaf því að María er að fara ein með Sebastian í ferðalag og ekki síst útaf mér. Því hvernig get ég, karlmaðurinn, verið einn heima. Hver á að elda matinn og þrífa þvottinn? Þau eru búin að margbjóða mér í mat alla dagana og Gabí er búin að láta mig fá fullt af mat sem auðvelt er að framreiða ef ég kæmi ekki í mat til þeirra.

Eins gott. Ekki vill ég deyja úr hungri og óhreinum þvott á þessum þrem dögum Tounge

ps. ef þið sjáið engar færslur hérna næstu daga þá vitið þið hvað um mig hefur orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja drengurinn minn þvílík meðferð þú mátt nú ekki vð því að missa úr máltíð. Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ef ég þekki þig rétt þá veit ég að þú átt eftir að spjara þig í þrjá daga.

Þvílíkur lúxus að fá AVE því það tekur um rúma tvo tíma að komast til Madrid.

Birna Aspar biður að heilsa.

María Anna P Kristjánsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:42

3 identicon

Auðvitað spjarar þú þig sonur sæll.  Enda vel uppalinn.........

kv. mamma

Mamma ´Rósa (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband