Leita í fréttum mbl.is

Skuggi dauðans

Ég var á klósettinu þegar ég heyrði María hrópa upp yfir sig líkt og maður sér í kvikmyndunum. Mér brá en gat ekki hreyft mig því ég var önnum kafinn við að hrókera. Maria kemur á fleygiferð framhjá baðherbergishurðinni líkt og hún hafi séð draug.

Ég er fljótur að spurja hvað væri í gangi og hefði betur sleppt því. María tjáir mér með angistarröddu að inní svefnherbergi sé einhver padda sem hræðir úr henni líftóruna. María er Spánverji og ýmsu vön þegar kemur að pöddum og skriðdýrum af þessu tagi. Þess vegna byrja ég að svitna. Því ég veit að ef María hræðist eitthvað þá hlýtur að vera góð ástæða fyrir því.

María segir mér að dýrið sé inní buxunum hennar sem liggja á rúminu og er íllviðráðanlegt sökum ógeðslegs útlits og almenns viðbjóðar.

Þar sem ég sit á setunni magnast spennan inní mér því ég hef víst fengið það skemmtilega hlutverk að ganga frá dýrinu. Ég lít út um hurðina og finnst mér sjá eins og það bæri á skugga frá svefnherberginu. Skuggi dauðans. Biðin er löng því mínútur verða að dögum og dagar að vikum. Þegar ég loks geng frá mínum málum og kveð páfann byrja ég að mjaka mér hægt og rólega að hurðinni en hrekk strax til baka því frá dýrinu heyrist nú surg og önnur ólýsanleg hljóð.

Ég feta mig loks inn í herbergið vopnaður klósettpappír og hamar. Ég sé skugga dýrsins koma snöggt yfir vegginn og svitinn byrjar að perlast niður ennið. Þetta gengur ekki lengur og ég rikki buxunum upp og þá sé ég það.

Ímyndið ykkur fisk. Þessi fiskur er með 36 fíngerðar lappir og tvo viðbjóðslega fálma. Þannig var paddan. Þrátt fyrir að fiskurinn hafi ekki verið stærri en nöglin á mér þá var þetta ekki góð lífsreynsla sem á örugglega eftir að skilja eftir ör á sálinni.

Svona getur ímyndunaraflið hlaupið með mann í gönur á morgnanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð ótrúleg.  Svona er hægt að gera hryllingsmynd.  Út af einhverju smávægilegu.  Vel  sagt frá sonur sæll..

bið að heylsa.

mamma

Mamma ´Rósa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 12:53

2 identicon

ha ha ojjj hefdi ekki viljad vera i tinum sporum

kata (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband