5.3.2008 | 22:27
Enski indverjinn
Ég fór á kránna til að horfa á Liverpool bursta West Ham 4-0
Við hliðina á mér sat enskur Indverji sem erfitt var að skilja sökum hávaða og hreims. Við urðum góðir félagar enda báðir púllarar. Við fylgdumst með þrem leikjum í einu á þrem mismundandi skjám. Við skiptum liði, ég og Indverjinn. Ég var staðsettur þannig að ég gat séð Roma vinna Real, báðir sáum við Liverpool leikinn en hann sá svo Chelsea vinna sinn leik. Það voru stöðugar uppfærslur hjá okkur, einhver skaut í stöng, þá var skorað í öðrum leik og alltaf gáfum við skýrslu um hvað hefði gerst.
Svo þegar ég var með augun á Roma-Real þá heyri ég Indverjan skyndilega segja hey, they are on Crouch control now. Þá leit ég á skjáinn, viti menn, Peter Crouch kominn inn á. Indverjinn skælbrosandi og beið eftir viðbrögðum frá mér eftir þennan histeríska brandara (cruise control, jú nó).
Ég glotti í annað og var hugsað til Péturs vinar míns og hvað hann myndi segja við slíku púllara kommenti.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tad eru ekki mörg ár sìdan ad tù kæri bródir sagdist eiga nòg af vinum he he og turftir ekki ad kynnast fleirum. Og nù nokkrum arum seinna kynnistu nyju fólki a hverjum degi, algjörlega sonur mömmu he he. Sè tig fyrir spila á pìanò à veitingastad og sebastian laumar sèr ùt ha ha ha
Kata (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:01
Einmitt. Sé það fyrir mér.
Ég hika ekki við að spjalla við fólk þegar mér leiðist. Eins og t.d. á svona krá. Bara gaman, og oftast vilja allir ólmir spjalla við mig hvort sem er. yeah.....
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.3.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.