Leita í fréttum mbl.is

Smásaga fyrir Kötu

Einn föstudaginn þurfti ég að taka rútu hérna á Spáni og ég skellti mér á aðal biðstöðina.
Ég áttaði mig á því að ég hafði misreiknað mig aðeins og var staddur þarna ca 45 mín of snemma. Það var í sjálfum sér í fína lagi því ég var svo sem ekkert að stressa mig á neinu. ég keypti mér dagblað og kexpakka og settist svo niður á eina borðið sem var smuga að setjast á, því þetta var nefnilega einn af þeim dögum sem allir voru á ferðalagi og biðstöðin var pökkuð af fólki.

Á móti mér sat virðulegur maður í fínum jakkafötum með hatt sem einnig var að bíða eftir rútunni sinni. Ég byrjaði að lesa blaðið í mestu makindum en þá gerðist soldið sem umsvifalaust greip athygli mína, maðurinn á móti mér opnaði kexpakkann og fékk sér eina kexköku.

Ég er mjög einfaldur maður og vill helst ekki raska rónni að óþörfu, þess vegna gerði ég það sem allir heilvita menn hefðu gert í þessari stöðu, ekki neitt. ég ákvað að minnast ekkert á þetta því það hefði bara orðið óbærilega vandræðalegt bæði fyrir virðulega manninn og mig.
Núna var engin leið að einbeita sér að blaðinu og maðurinn hafði athygli mína alla,
ég ákvað að reyna sýna honum að kexpakkinn væri MINN með því að fá mér eina kexköku. Um leið og ég stakk henni upp í mig, rétti virðulegi maðurinn út hendina, og fékk sér LÍKA eina, og um leið gjóaði hann augunum að mér.

Svona gekk þetta alveg þangað til að við kláruðum pakkann, þá stóð maðurinn upp og gekk í burtu og um leið gjóaði hann augunum að mér frekari vandræðislega.
Ég gat ekki beðið eftir að segja e-m frá þessu hræðilega atviki þar sem e-r gerðist svo ósvífinn að klára kexpakkann minn án þess einu sinni að spyrja hvort hann mætti fá sér. díses.

Loks var kominn tími á rútuna mína og ég greip blaðið og ætlaði að standa upp. En þar sem ég stóð upp rak ég augun í kexpakkann minn undir húfunni minni ósnertann og óopnaðann. Það var þá ÉG sem hafði verið að seilast í annara manna kexpakka eftir allt saman.

Það sem er hræðilegast við þessa sögu er að þarna einhversstaðar úti er virðulegur maður með nákvæmlega sömu sögu, nema að honum vantar endinn á hana.

Þessi saga á sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum, en hún er samt fyndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he he he gódur,

var bùin ad heyra tessa brandar ne ne ne

annars hefdi eg örugglega hlegid svo mikid ad hàlsin hefdi rifnad upp he he sèrdu tad ekki fyrir tèr

Kata (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:26

2 identicon

Þessi er góður.  Hvílikur bömmer.  Þú kannt að segja skemmtilega frá....kv. RMS

mamma (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

takk.

bara svo það komi fram þá er þetta saga frá Douglas Adams (sá sem skrifaði The Hitchhikers guide to the galaxy) en ekki mér. Ég íslenskaði þó.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.3.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband