Leita í fréttum mbl.is

Þrep

Sebastian datt niður þrep á gólfinu og lenti á kinninni. Vörin skarst soldið og öxlin á Maríu var alrauð eftir að hafa huggað hann. Þetta leit ver út en það var í raun. Vörin er núna soldið bólgin, ekki mikið, en maður sér smá bungu.

Núna er hann samt hress og sprækur sem lækur. Okkur brá samt frekar mikið.

Hann er nefnilega vanur að taka sprettinn úr stofunni, upp 2 þrep og inní eitthvað af herbergjunum. En svo vandaðist málið þegar átti að fara niður þrepin. Það er greinilega aðeins flóknara.

Í öðrum fréttum er það helst að Sebastian er byrjaður að apa soldið eftir okkur. Hinum ýmsu hljóðum og orðum, samt ekki byrjaður að segja neitt annað en kannski, datt, mama, papa og dogilidogili.

Einnig er hann snöggur að eigna sér allar fjarstýringar sem hann sér í 50m radíus. Hann fer ávallt strax að rót vandans og opnar batteríhulstrið og reynir að taka batteríð út. Útaf því erum við aðallega að horfa á eina rás allt kvöldið þar sem við nennum ekki að standa upp og skipta um rás því við að sjálfsögðu fjarlægum ávallt batterín úr fjarstýringunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning ad setja fjarstyringarnar bara tar sem hann nær ekki i tær ham hum börn eiga ekkert ad leika med tette ;)

annars var eg i halskirtlatoku i dag. Lidur bara àgætlega. Fèkk fullt af morfin he he

tannig ad eg er sma rugl i höfid nu.

tar til sìdar kate Moss

Kata (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband