Leita í fréttum mbl.is

Heitur dagur

Í dag var heitur dagur og var ég alveg búinn á því í lokin.

Fór á range-ið kl 10 til 12:30

Fór svo hring með Gabriel á Ameríku. Hann hafði tekið þátt í móti á laugardaginn og spilað á +1 og lækkað sig úr 3.7 í 3.5. Sem sagt heitur.

Ég vann fyrri 9 en hann seinni. Þannig að ég er nokkuð sáttur bara. Spilamennskan var ágæt en ekkert brill. En mikið tók maður eftir því hve þrekið var orðið lítið í lokin sökum hita. Sérstaklega því ég fór ekki heim í mat og át í staðin eina samloku á vellinum og ætlaði að reiða mig á prótínsheikinn minn góða sem fyllingu. Ég hellti náttúrulega helmingnum af sheiknum niður á settið og kylfurnar sökum vangefins loks sem opnaðist upp úr þurru og hafði þannig litla næringu með mér.

Ég þurfti að þrífa allt settið en það lyktar samt ennþá af jarðaberasheik. Sem er kannski bara allt í lagi. Betra en járnfíla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvar ertu staddur sem er svona mikill hiti.Ég öfunda þig að geta verið að spila á þessum árstíma annars fór ég til SPÁNAR um daginn og spilaði fjóra hnigi á góðum velli og það var tær snilld.Gangi þér vel félagi.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ég er í Cala de mijas sem er rétt hjá Fuengirola.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 3.3.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hæ Siggi,ég vissi á stundinni hver þú varst þegar ég sá SIR,skilaður ofsa góum kveðjum til Maríu og Sebastian.Sjáumst örugglega í sumar. Kveðja  María

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.3.2008 kl. 11:50

4 identicon

Þú manst að lok getur ekki verið vangefið.

 Sammála þér að það er fátt verra en járnfíla, þó sér í lagi klinkfíla.

Pétur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:42

5 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Veit það. Enda var þetta líka lúmsk vitnun í þig. Bara að tékka hvort þú sért ekki á tánum.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.3.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband