Leita í fréttum mbl.is

Kata

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar við fjölskyldan máluðum húsið á Hlíðarbraut 13 hvítt (var áður grænt, já grænt).

Kata var einhverstaðar að mála í makindum með vasadiskóið sitt en ég fékk það hlutverk að háhþrýstidæla þakið og var það með eindæmum leiðinlegt. Ég entist náttúrulega ekki lengi í því og klifraði niður til að væla í pabba um hve ömurlegt það væri.

Pabbi er alltaf svo sniðugur og við vorum enn það ung að það var hægt að plata okkur. Hann sagði mér því að fara til Kötu og segja henni hve yndislega skemmtilegt það væri að háþrýstidæla þakið og að hún fengi sko aldrei að prófa það því ég væri í því hlutverki.

Kata er náttúrulega svo forvitin að þetta vakti umsvifalaust athygli hennar og bað hún mig vinsamlega um að skipta. Ég svaraði því náttúrulega neitandi og sneri við með glampann í augunum því þetta virtist ætla að virka. Kata fór þá til pabba og klagaði í hann um hve ósanngjarn ég væri. Ég lét loks hikandi undan með mótmælum og leyfði henni að galla sig upp og klifra uppá þak.

Ég og pabbi biðum flissandi niðri og fórum að mála á meðan Kata greyið stritaði við háþrýstidæluna.

Pabbarnir eru alltaf svo sniðugir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

erta fucking grìnast í mèr,

er ad grenja úr hlàtri he he

pabbi á èg ad trùa tessu upp à tig !

Èg man eftir tessu, tetta var gaman fyrstu 5 mìn svo tók

stoltid vid. Jöfuls pungarnir ykkar.

Kata (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:14

2 identicon

Sáttasemjarinn góði!!!  Já þetta þurfti maður oft að gera til að sjatla málin dóttir góð.  En endilega hættu að blóta svona. Hélt að ég væri búin að kenna þér það.........he he he  já það var gaman í þá daga þegar að  þið voruð lítil.....  og núna tökum við þetta út á barnabörnunum.  Verst að sum hver eru farin að fatta þetta.......

Pabbi góði og snjalli (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband