29.2.2008 | 20:08
Pé Ess
Spilamennskan í dag var ágæt, sveiflan var til staðar en mun fleiri mistök og lélegra skor fyrir vikið. Ekkert óyfirstíganlegt. Fyrri níu einkenndist af lélegum upphafshöggum. Fékk 1 dobbúl og 1 tripple skolla, 2 skolla, 1 fugl og 4 pör. Sem sagt 6 yfir eftir 9 holur. hmmm...tími til komin að spíta í, right?
seinni 9 voru eftirfarandi: skolli-par-par-par-par-par-par-par-par. yeah beibí.
Þetta var bara spurning um að stilla inná rétta hugarfarið. Í dag var meira svona afslappað andrúmsloft, var ekkert að reyna mikið að gefa í. Meira svona skemmtun með írunum. Enda líka búinn að æfa sem brjálaður væri í vikunni og var bara sáttur við það. Ótrúlegt hvað hugarfarið hefur mikið að segja. Himinn og haf að spila keppnisgolf á móti Gabriel, alltaf einbeittur eða spila á móti túristum með brandarann að vopni og kímni sem þokka.
Í dag var heitasti dagurinn síðan við komum hingað, eiginlega of heitt því maður svitnaði sem rostungur og ég fann að ég þurfti mun meira vatn í dag heldur en vanalega.
Núna er komið helgarfrí og ætla ég að helga hverri mínútu með minni elskulegu konu og syni.
ps. María keypti sér kjól í dag til að fara í giftingu frænku sinnar í maí og þegar hún sýndi mér hann þá missti hjartað mitt úr slag.
Gleðilega helgi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.