29.2.2008 | 19:53
Seim ól seim ól
Lífið gengur sinn vanagang hérna á spáni. Ég var útá velli í dag frá 9.30 til 18 og er svartur fyrir vikið. Ok, ég er bara rauður, en samt. bóndabrúnka dauðans.
María og Sebastian fóru til tengdó og saman fóru þau öll á danssýningu í Torremolinos. Það var víst mikil skemmtun og mikið stuð. En leiðinlegt að ég skuli hafa misst af því, ehem.
Í dag spilaði ég með 3 írskum piltum á mínum aldri og voru þeir mjög skemmtilegir og óheflaðir. Það var frekar erfitt að skilja þeirra þykka hreim og oft brosti ég bara og kinkaði kolli þegar þeir sögðu eitthvað sem ég skildi ekki.
Hvað þýðir t.d. þetta: a boh a bah
I bought a bike
Ég hélt fyrst að hann hefði kannski keypt tösku (bag) eða eitthvað slíkt. En þetta hafðist samt. Þeir splæstu vatni og veitingum á mig þar sem þeim fannst kunnátta mín á vellinum ómetanleg. Og buðu mér svo í hamborgara og öl á 19.holunni sem ég afþakkaði náttúrulega pent þar sem María og litli pungur voru komin til að sækja pilt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Djúkari
Af mbl.is
Íþróttir
- Tilhugsunin um yngri þjálfara hljómar spennandi
- Starf Spánverjans hangir á bláþræði
- Fjölnir og ÍR víxluðu á þjálfurum
- Ég ætla ekki að blammera einn né neinn
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.