22.2.2008 | 21:18
Kennsla
Ég fór í 2 tíma golfkennslu í dag. Þar sem ég var íklæddur sérstökum fatnaði sem gerði það kleift að gera teiknimynda fígúru úr mér. Svo var sveiflan tekin upp og rannsökuð á skjánum frá 360°. Það er hægt að skoða allar hliðar, meira að segja neðan frá, til að fá góða yfirsýn yfir það sem maður er að gera rétt og vitlaust. Mjög kúl.
Svo var ég líka tekinn upp á venjulegt myndband og borinn saman við Trevor Immelman. Bæði þetta vídeó og svo teiknimyndavídeóið tók ég svo heim á DVD disk til að skoða sjálfur og eiga.
Það kom ýmislegt í ljós. Meðal annars að sveiflan mín er bara helvíti góð miðað við að hafa aldrei farið í kennslu. Það sem vantaði uppá til að ná réttri lengd og stöðugri feril var eftirfarandi:
Ýta vinstra hnéi útá við og hægra hnéi inná við í aftursveiflu þannig að hægri fótur réttir meira úr sér.
Hugsa um að handleggir í aftursveiflu eigi að vera aðeins flatari og sveifla meira í kringum líkamann í staðinn fyrir upp (meira baseball swing)
Ef ofangreint er rétt gert þá er ég kominn með hendurnar á réttan stað í aftursveiflunni og niðursveiflan getur ekki annað en ráðist á boltann að innanverðu í staðinn fyrir að hendurnar kastist út og ráðist á boltann að utan og skerist inn eins og 90% af fólki sem fade-ar boltann gerir. Fade-arar missta þannig ca 30% af lengd högga.
Núna byrjar boltaflugið beint og helst beint í staðin fyrir að byrja soldið til vinstri og snúast aðeins til hægri. Þannig voru mörg högg hjá mér sem gerði það að verkum að boltinn snérist mjög mikið (spinnaðist) í fluginu og drap alla lengd. Núna er þetta bara laser.
Það kom mér á óvart að upphafshöggin með ásnum eiga að vera mun líkari járnasveiflunni en ég hélt. Það eru nokkrar áherslubreytingar sem ég geri með ásnum en á heildina litið er sama fílísófía í þeirri sveiflu líka.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér sonur sæll. Þú verður kominn með 0 í forgjöf áður en þú veist af.
Ég þarf að koma í golfskóla til þín, svo að ég geti rústað kellonum sem ég fer með til Englands í vor(he he he).
kv. Mamma
Móðir jörð (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.