20.2.2008 | 07:44
Tá
Ég vaknaði í nótt kl 3 til að redda Sebastian sem var eitthvað að kvarta yfir veðrinu undanfarna daga. Setti snuddu í drenginn og málið dautt.
Þegar ég svo ætla að hlamma mér aftur uppí rúm, í síðasta skrefinu rek ég litlu tánna í rúmgrindina harkalega. Einn af verstu sársaukum sem maður lendir í eru árekstrar við þessa helv...litlu tá.
Ég tók eina af mínum frægu dífum á gólfinu þar sem ég engdist um af sársauka. Veltir mér til hægri og svo til vinstri eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta er gert aðallega í þeim tilgangi að dreifa huganum á meðan að versti sársaukinn líður hjá, en líka til að vekja umhyggju á nærstöddum.
María var sofandi en rumskar aðeins við lætin í mér á gólfinu og sér mig engjast um, veltandi fram og til baka. Hún horfir á mig undrandi, enn hálfsofandi þangað til að ég útskýri hvað hafi komið fyrir, hálf hvíslandi, hálf kjökrandi. Þá að sjálfsögðu fer hún að hlæja og þar sem heppnin var með í leik og ég hálf-búinn að jafna mig þá hlæ ég líka að þessu og við förum aftur að sofa.
Hvað er verra en að reka litlu tánni í? Reka hana tvisvar í á innan við fimm mínútum. Sem betur fer var ég sofandi fimm mínútum síðar.
Núna er ég aumur sem pera í tánni og er á leiðinni í golf. Alltaf fínt að hafa einhverja afsökun við lélegri spilamennsku.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, hehehehehe ógeðslega vont hahaahah en fyndið að horfa á aðra í rekitá ástandi hahahaha,
fyndið ég gerið líka það sama þegar ég rek tánna í, klíp mig helst einhverstaðar annarstaðar til að dreyfa sársaukanum,
reyndi að gefa þér 5 stjörnur en hún festi bara eina veit ekki afhverju.
loveja Kv kata
Kata (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.