18.2.2008 | 18:50
Allsberir Finnar
Ég gerði aðra tilraun til að fara í sánu eftir ræktina með þessum allsberu finnum. Ég gékk allsber inn í klefan vopnaður vatni,mp3 spilara og handklæði.
Í þetta sinn var kveikt á sánunni. Góð byrjun enda skilst mér að það sé mikilvægt þegar njóta eigi sánu.
Finnarnir voru samt enn fjarverandi. Þeir hafa greinilega frétt af því að ísmaðurinn væri á leiðinni og sprettað út naktir útí rigninguna og þrumurnar. Já sennilega.
Ég sem sagt gékk inn og fann notalega hlýju leika um mig en fannst þó ekki nógu heitt. Ég skellti því þremur stútfullum ausum á steinana og fann fljótt að það voru ca tveimur og hálfri ausu of mikið. Mjög mikill hiti er vægt til orða tekið. Meira svona kæfandi hlýleiki.
Ég skellti í mig hálfri flösku af vatninu sem ég kom með sem gerði það að verkum að ég svitnaði því munmeira. Tilgangnum náð.
Upphaflegur tilgangur Mp3 spilarans í sánunni var til að útiloka næst ljótasta og næst óhljómfegursta tungumál í hinum vestræna heimi. Fjarvera finnana hjálpaði mikið til við það þannig að spilarinn fékk annan tilgang, sem var að skemmta sjálfum mér.
Handklæðið var svo með í för í augljósum tilgangi og fékk einnig nýtt hlutverk fyrir vikið. Mun veigameira en upphaflega var ætlað, en það er svo önnur saga.
Þarna eyddi ég næsta hálftímanum og er betri maður fyrir vikið. Húrra fyrir mér.
ps. flæmska er ljótasta tungumálið, flæmska.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha ha ha djöfull hefdi ég viljad ad Finnarnir hefdu komid
he he he
Kata & Albert (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.