12.2.2008 | 13:08
Að pumpa með Dynamow moskvu
Ég mætti í ræktina í morgun og var að vinna í sixpakkinu þegar einhver gengur inn. Ég sá ekki í andlitið á honum því hann var dökkur sem nóttin. Ég var pínu skelkaður í ca 2 sek en svo kom hann betur í ljós þegar nær dró. Þetta var einn liðsmanna Dynamow Moskvu og angist mín linaðist um helming. Bara um helming því hann var Þeldökkur og massaður í drasl. Til alls líklegur þarna inni og ég forðaðist að horfa í áttina til hans í þeirri von að ógna honum sem minnst. Guð einn veit hvað hefði gerst ef ég hefði óvart náð augnsambandi.
Þarna voru við félagarnir að pumpa saman uns fleiri mættu á svæðið úr röðum Dynamow. Þá girti ég í brók og fann að minn tími var kominn og ég gerði mig líklegan til brottfarar. Þetta var nefnilega ekki álitlegur hópur, fílhraust vöðvabúnt sem hafa það að atvinnu að vera hrikalegir.
Ég fór í búningsklefan og undirbjó heimsókn mína í sánuna sem er jafnan þéttsetin finnskum körlum, alsberum. Ég gekk inn í sánuna og tók eftir því að eitthvað var öðruvísi í þetta sinn. Það var eitthvað sem stakk í stúf og gerði það að verkum að ég braut heilan um það. Ég áttaði mig svo á því hvað það var og kom auga á að það var fjarvera þessa finnsku alsberu kalla sem var öðruvísi en vanalega. Svo var líka slökkt á helvítis sánunni þannig að ég dreif mig í sturtu og kom mér út.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.