3.2.2008 | 09:34
Putti
Jæja, fyrsta vandamálið komið upp. Hef vaknað upp 2 síðustu nætur og ekki getað hreyft baugfingur vinstri handar. Það er eins og það sé einhver taug sem er löskuð og færir ekki þau skilaboð sem ég sendi á réttan stað. Ég þarf því að rétta hann af með hinum puttunum. Mjög skrýtin tilfinning. En svo á daginn er meiri notkun í gangi og þá virkar hann betur en samt með smá eymsli.
Þetta hrjáir mér svo sum ekkert, get alveg sveiflað og slíkt, aðallega bara skrýtið.
Mín kenning er eftirfarandi:
Ég breytti gripinu nýverið og nú er álag á aðra staði en venjulega. Þar sem það er alltaf skrýtin tilfinning að breyta gripinu þá hugsaði ég ekkert sérstaklega um þessa rafstrauma sem ég fann stundum í höndunum þegar ég sló bolta. Það er greinilegt núna að ég hef verið að þrýsta á einhverjar taugar, hence, löskuð taug.
Hef enn litlar áhyggjur af þessu, en ef þetta er ennþá svona eftir 2 vikur þá mun ég kannski láta kíkja á þetta.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.