1.2.2008 | 18:17
leikskólar
Í dag skutlaði María mér uppá völl og fór svo með Sebastian að skoða leikskóla. Það sem einkenndi þá var lítið pláss og fáir starfsmenn. Með minnstu börnin(nokkra mánaða til 12 mánaða) er 1 starfsmaður með 10 börn. Hvernig er það hægt!!!
Með eldri börnin er 1 starfsmaður með 20 börn!!!
Þau segja að lógíkin á bakvið þetta er sú að þegar þau fara í barnaskóla, þá er bara 1 kennari. Þannig þarf að venja þau við. Crap, segi ég nú bara.
Sumir leikskólanna voru ekki einu sinni með garð. Þar sem garður var, þá erum við að tala um garð á stærð við svalirnar okkar ca 30 fermetrar.
Get nú ekki sagt að við séum eitthvað að flýta okkur að skrá Sebastian eftir þessa skoðun.
Svo var einn með webcam, við héldum því að hann væri eitthvað smá modern eins og íslensku leikskólarnir. Eeeeenei. Þeir kveikja bara á henni stundum. Djöfull eru þeir gáfaðir.
anyways....ég spilaði eins og blindur maður í dag. hræðilegt. Gabriel líka. Hann var svo langt frá sveiflunni sinni að hann fór eftir 12 holur. quitter. Hann er ungur enn og hefur ekki sömu þolinmæði og gamli kallinn. Hokinn af reynslu.
Það kemur dagur eftir þennan dag.
Ég er farinn í helgarfrí sem ég tileinka fjölskyldunni minni. hasta luego.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.