30.1.2008 | 18:21
Glampinn
Ég spilaði einn í dag alveg upp að 16. holu. Þá náði ég í rassgatið á tveim írum sem voru fínir. Þeir voru í kringum 70 árin en eldhressir engu að síður, eins og írum sæmir. Írar eru mun hressari og opnari en englendingar, sem eru annars ágætir líka.
En það er alltaf sama sagan með þessa meðspilara, menn kynna sig og segja nokkra brandara um vangetu sína í golfi. Svo á næstu holu er kafað aðeins dýpra og spurt útí veru manns á Spáni. Nánast allir halda að maður sé í fríi í viku eða tvær. Þá segi ég þeim að ég eigi heima hérna og sé meðlimur. Þá er spurt útí hvað ég geri og ég segist spila golf. Þá brosa menn og koma með nokkrar spaugilegar línur um hve gott það væri ef það væri satt.
Þegar þeir sjá að ég er ekki að leiðrétta þetta þá snarstoppar andlitið á þeim og þeir sýna manni einlægan áhuga. Spurja útí af hverju, hvernig það sé hægt og nokkrar spurningar í viðbót. Svo ræða félagarnir saman í golfbílnum undir rós á keyrslunni að næstu holu svo ég heyri ekki til og koma svo með nokkrar vandaðar og sérvaldar spurningar í viðbót á næstu holu.
En ég reyni annars að forðast það eins og ég get að segja frá því sem ég geri, því ég nenni ekki að segja alltaf þessa sömu gömlu tuggu aftur og aftur, svara þessum sömu spurningum aftur og aftur, heyra þessa sömu brandara aftur og aftur.
Svo í lok 18. holu er alltaf tekist í hendur og þakkað fyrir hringinn. Þessir ýmsu menn frá Bretlandi sem ég hef spilað með síðan ég gerðist meðlimur hafa allir verið í fríi í nokkra daga (ekki meðlimir) og allir sem einn alltaf boðið mér í bjór/te og spjall eftir hringinn, undantekningarlaust. Þessir bretar eru svo miklir sjéntilmenn.
En það er samt eitt sem ég hef tekið eftir sem er gegnum gangandi með þessa menn. Þegar ég hef sagt þeim frá mínu golf ævintýri þá kemur einhver glampi í augun á þeim. Þessi glampi segir sögu af þeim tíma þegar þeir voru ungir menn og heimurinn lá fyrir fótum þeirra. Hann segir ennfremur frá þeim glötuðu tækifærum sem þeir nýttu ekki og sem sátu á hakanum þar til einn daginn, þá vöknuðu þeir upp sjötíu ára gamlir. Þessi glampi heitir eftirsjá.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ,
hvað eru nú mörg kíló farinn drengur, lát heyra....
kv kate
Kata (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:07
það eru ca 3-5 dagar í 10 kílóin. Það verður gert opinbert þegar að því kemur. Patience, danielsan.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.1.2008 kl. 22:33
okey þá.
klr
Kata (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.