25.1.2008 | 20:18
Maríus
Ég var á range-inu í dag í leit að sveiflunni einu og sönnu. Hana fann ég ekki.
Ég fann hins vegar fullt af torfusneplum og pirring. Ég er í lægð. Á morgun er nýr dagur.
Við fórum í La Canada (verslunarmiðstöð dauðans) í dag til að gera eitthvað skemmtilegt. María keypti sér buxur í sinni stærð, hún er orðin svo slim að þær sem hún núþegar á eru of stórar. Hún labbaði inn í eina verslun og var komin ca 10 metra inn þegar ég kallaði á hana til að segja henni að ég ætlaði að bíða úti. Ég kallaði ,,María" og whooosh, 6 konur litu við.
Það heita náttúrulega allir hérna á Spáni María, meira að segja kallarnir líka. Fyrrverandi forsætisráðherrann heitir t.d. Jose Maria Aznar. Nafnið er svo algengt að það er yfirleitt alltaf skrifað sem skammstöfun (M. Gabriela Varón Espada), það vita allir fyrir hvað M stendur. (ekki magnús heldur María)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.