Leita í fréttum mbl.is

Ræktin

Ég fíla þessa rækt sem ég er í La Cala. Þetta eru ca 20 tæki með lóðum og tilheyrandi. Ég er eiginlega alltaf einn þarna inni. Þá fer hugmyndarflugið af stað og ég ímynda mér að ég sé milli í mínum eigin líkamsræktarsal. yeah.

Við hliðiná er skvass salur. Ekkert notaður. spurning um að rifja upp gamla takta.

Var að þurrka mér eftir sturtuna í búningsherberginu, þarna inni voru bara ég og gamall kall, sem var í hvarfi að klæða sig í fötin. Hann vissi greinilega ekki af mér því skyndilega heyrðist hávært prump. Þrumufleygur. ok. hann er gamall, þannig að maður býst við svona hátterni. Það versta við þetta var að þegar ég klára að þurrka mér og geng inní svæðið þar sem fataskáparnir eru sé ég mér til mikils ama að skarfurinn er staðsettur við hliðina á mínum fataskáp.

Það er ekki eins og það séu 100 skápar þarna. dem. Ég labba því inní skýið og veifa handklæðinu nett þannig að það komist hreyfing á loftið. Skiptir engu, baráttan er glötuð. ilmurinn var ekki lokkandi svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt sonur sæll við erum með svipaðan húmor greinilega því ég get ekki annað en hlegið upphátt les skondnar vangaveltur þínar. ..... Ef golfið gengur ekki gætir þú snúið þér að ritstörfum  smá grín

Varstu búin að frétta af  litlu frænkunni þinni Guðrúnu Rós

Pabbi (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:23

2 identicon

   fór gamli ekkert hjá sér ? ha ha ha

Eins og þú ert líka lygt fælin, með maníu  fyrir ropi og prumpi. hehehe

Þetta var svo brandarinn í vinnunni í dag:  hey vissuð þið að þegar kata snír sér á hina hliðina þá hristist Grindavík. hehe

það hafa verið 40 skjálftar í það heila síðan þetta byrjaði um kl 01:40 síðustu nótt, nú er bara að sjá hvort hvernig nóttin verður. Verð sko tilbúin að stökkva út, maður veit aldrei hvenær stór skjálftin kemur,

Bið að heilsa ykkur í bili kv. kate moss

Kata (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:30

3 identicon

Góð saga, ég hló líka upphátt sem er ekki algengt.

Ertu ekki farinn að spila 18?

 Það væri gaman að fá að fylgjast með skorinu endrum og sinnum.

kveðja

Pétur

Pétur (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband