17.1.2008 | 22:51
Útskýring
Ég er meðlimur í golfklúbbi sem heitir La Cala. Klúbbur sá tilheyrir þorpinu Mijas, sem tilheyrir Málaga, sem tilheyrir Andaluciu, sem tilheyrir Spáni.
Þessi klúbbur hefur þrjá 18 holu velli sem heita Evrópa----Ameríka---Asía.
Þessa velli spila ég til skiptis eftir hentugleika og traffík á þeim.
ég reyni að spila þrisvar eina vikuna og svo tvisvar aðra vikuna. Þannig spila ég um 10 hringi á mánuði.
Þess á milli er ég að æfa pútt/chip/sand á æfingarsvæðinu hjá klúbbhúsinu og svo er range-ið í David Leadbetter æfingarmiðstöðinni uppá hæðinni í 2 mín. akstursfjarlægð.
Svo fer ég líka daglega í líkamsræktarstöðina sem er í klúbbhúsinu og út að skokka á morgnanna.
Allt í allt eru þetta um 9 tímar á dag. Frá 7 til 13---matur frá 13 til 15-----svo frá 15 til 18.
Ofangreint er gert í þeim tilgangi að skoða hversu langt undirritaður nær í golfi. Ætlunin er að láta reyna á þetta 110%
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta líkar mér, nú ég skilja betur allt þetta.
kv Kata
Kata (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:29
Blessaður .... heyrðu það gæti bara vel verið að við færum eitthvað með haustinu..... allaveganna þá fer ég ekki í frí fyrr en í okt eða nov...læt þig vita ........kveðja GULL GULLS
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.