16.1.2008 | 18:09
Sprautur
María fór með litla í sprautur í morgun. Kerfið er öðruvísi hérna og honum vantaði nokkrar til að vera í takt við spænsku börnin. Kellingarskruddan sem vinnur þarna var ekkert nema leiðinlegheitin og skilningsleysið uppmálað. Það var eins og hún skildi ekki að við höfðum verið í öðru landi þar sem hlutirnir eru gerðir á annan máta.
Einhver sprauta sem börn hér fá við 6 mánaðar aldur fá íslensk börn 12 mánaða. Ok. ekkert stór mál. right? Neeeei,,,, það, á einhvern hátt, var alveg rooosalega flókið og óskiljanlegt. Kellingin fór eiginlega bara í fýlu og tuðaði og tuðaði.
María þurfti að bíta á jaxlinn og taka á honum stóra sínum, samtímis. Þar sem hún er frekar þolinmóð þá tókst henni að lifa þetta af. Það er betra að hafa fólk á sínu bandi sem er að sprauta börnin sín sagði hún mér svo eftir á. sniðug.
Hefði ég verið þarna þá hefði voðinn verið vís. Ég hefði sennilega pikkað fæt við kellinguna og nærstadda. hjúkkit.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hó, maður veit eiginlega bara meira um ykkur núna heldur en þegar þið voruð hérna heima,
Það er búið að vera mikið fjör hérna í Grindavíkinni Allt á bólakafi í snjó, þá er ég að meina í bólakafi. eins og í gamla daga heima á Blönduósi, ég og stelpurnar vorum verðurteftar í Garðabænum á mánudaginn og gistum hjá gamla settinu. Svo þegar við komum heim í gær þá var sko farið út að leika fram á kvöld jú og mokað fyrir stæði í heimkeyrslunni, ótrúlega gaman og það snjóar og snjóar.
jæja ætla að fara að koma mér í háttinn,
kveðja út Grindavíkinni.
Kata (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:44
Maður fær bara nostalgíukast.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 17.1.2008 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.