Leita í fréttum mbl.is

Lax

Við vorum í jólamatarboði hjá Los Antonios þann 6.jan og borðuðum mjög fínan mat sem var margrétta. Allir voru spariklæddir þar sem þetta er frekar hátíðlegt og í þokkabót átti bróðir Maríu afmæli. Mamma hefur aðeins lært spænsku og kann nokkur orð og reynir sitt besta við að gera sig skiljanlega. Það var nokkuð liðið á matarhaldið þegar hún segir með sínum sérstaka hreim ,,la comida exalante"

Það sló dauðaþögn yfir matarborðið og tengdó litu hvort á annað. Ég og María snarstoppuðum bitana sem voru á leið uppí munn og litum á mömmu. Pabbi hélt bara áfram að borða (enda ónæmur fyrir öllu sem heitir erlend tungumál)

Hin konunglega spænska orðabók www.rae.es skilgreinir orðið "laxante" sem meðal til að auðvelda útgang hægða.

Þessi sérstaki spænski hreimur sem mamma hefur þróað með sér undanfarin ár gerði það að verkum að það sem tengdaforeldrar mínir og aðrir við borðið heyrðu þetta kvöldið var nokkurn vegin svona: Maturinn er hægðarlosandi 

Að sjálfsögðu ætlaði mamma náttúrulega að segja ,,la comida esta excelente" sem útleggst: Maturinn er framúrskarandi.

En svona fór um sjóferð þá.

ps. ég hef það fyrir víst að mamma skilur meira en hún getur talað

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he he.  Vona samt að þau hafi skilið þetta sem ég sagði að lokum rétt.  s.s var leiðrétt..

Abuela (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:15

2 identicon

 haha svona gerist þegar maður er að læra .... en ef að viljin er fyrir hendi þá lærist þetta  húrrey fyrir mömmu fyrir að amk reyna. kv Perla

Perla (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband